loading/hleð
(14) Blaðsíða 10 (14) Blaðsíða 10
10 prests á Reynivöllum í Iíjós. Komust átta börn þeirra til aldrs og var elztur þeirra Jón, er fyrst var prestur í Fljótshlíðar þíngum, en síðan á Ólafsvöllum, og andaðist 13. Febr. 1860. 4) þórunn, fædd 8. August 1797, kona Hannesar prests Árnórssonar, prófasts í Vatnsflrði, er síðan var prestur á Stað í Grunnavík. þau létu eptir sig fjögur börn og lifa þrjú af þeim. Hún dó árið 1842. þannig var þá sira Jón Gíslason orðinn ekkill méð fjórum úngum börnum, eptir átta ára hjónaband og sex ára prestsskap í Hjarðarholti, svo hagur hans sýndist heldur að verða örðugur og efni að ganga til þurðar. En bráðum hlotnaðist börnum hans aptur ástríkasta móðir og honum ástúðlegasta kona, því árið 1799 14. dag Julim. giptist hann í annað sinn Sæunni, dóttur Einars prests þórðarsonar í Hvammi, og Bjargar, systur Bjarna landlæknis Pálssonar. J>ó Jón prestur Gíslason hafl unað vel hag sínum í Hjarðarholti, samt, þegar tengdafaðir hans sira Einar þórðarson í Hvammi hafði fyrir ellisakir sagt af sér Hvamms prestakalli, og mæit kröptug- lega með aðstoðarpresti sínum Jóni Ketiissyni, svo hann fékk þetta brauð árið 1800: lét sira Jón Gísla- son í Hjarðarholti leiðast til við nafna sinn Jón prest Ketiisson að hafa við hann brauðaskipti, svo hann eptir veitíngarbréfl dags. 14. Decbr. 1801, flutti í fardögunum 1802 að Hvammi, og mun það


Æfisaga Jóns Gíslasonar

Ár
1860
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Æfisaga Jóns Gíslasonar
http://baekur.is/bok/4bc27a27-6832-42df-bcb5-fbb0c832f5ac

Tengja á þessa síðu: (14) Blaðsíða 10
http://baekur.is/bok/4bc27a27-6832-42df-bcb5-fbb0c832f5ac/0/14

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.