loading/hleð
(17) Blaðsíða 13 (17) Blaðsíða 13
13 að smátaka það eptir, svo það mun mega með sanni segja, að hann hafi í því, eins og fleiru, gjört mikið gagn á því svæði, sem honum var fengið til umráða. Af þessu má það ráða, að sira Jón hafi um þær mundir mátt óhætt teljast hinn helzti prestur í héraðinu, enda völdu prestar sýslunnar hann í einu hljóði til prófasts árið 1816, og er erindisbréf hans dagsett 5. dag Maimán. það ár '. |>ó hann nú væri þegar orðinn fimmtugur að aldri og þjónaði einhverju hinu örðugasta branði, lét hann það ekki aptra sér frá að rækja þetta embætti með þeirri samvizku- og reglu-semi sem honum var eiginleg, og sanna það enn embættisbækur hans, og bréf þeirra sem yfir áttu að segja, að hann hvervetna með frómlyndi og alúð leysti það af hendi sem honum var fyrir trúað. Að vísu kom margt það fyrir, sem gjörði honum þetta embætti heldur örðugt og umsvifa- samt, og ef til vill, þeim mun örðugra, sem hann i) í privat-bréfi, sem Vér höfum fyrir oss, skrifar Geir biskup Vídalin honum 12. Mai 1816 þannig: 1(Af alhuga óska eg bæbi y?)ur, mér og öllum hlutabeigendum, til lukku og blessunar meb prófasts embættib. Þó yhur kunni, jafnvel nú strax, ab mæta örbug verk og ógeb- feld, tel eg þab happ ab fá ybur í þetta embætti, og álít eg skyldu mína, aí) gjöra ybur þau svo léttbært, sem mér er kostur á.”


Æfisaga Jóns Gíslasonar

Ár
1860
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Æfisaga Jóns Gíslasonar
http://baekur.is/bok/4bc27a27-6832-42df-bcb5-fbb0c832f5ac

Tengja á þessa síðu: (17) Blaðsíða 13
http://baekur.is/bok/4bc27a27-6832-42df-bcb5-fbb0c832f5ac/0/17

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.