loading/hleð
(24) Blaðsíða 20 (24) Blaðsíða 20
20 lifði. Varð þessi styrkur honum því nauðsynlegri, sem hann nú ekki treystist lengur að þjóna prests- embætti fyrir elli sakir, og afsalaði sér brauðið að öllu leyti, 31. dag Augustmán. árið 1846, einúngis með þriðjúngi inntekta og lítilfjörlegum hlynnindum að auki; samt þjónaði hann Breiðabólstað með aðstoðarpresti sínum árið eptir, þangað til eptir- maður hans kom í Júlím. 1847 , hafði hann þá þjónað prests embætti í samfleytt 55 ár, og á þeim tíma skírt 423 börn, en fermt 224, gefið saman 82 hjón, og súngið yfir 325 dauðum. Auk þessa hafði hann þjónað prófasts verkum í Dalasýslu rúmlega 25 ár. þannig var þá loksins kominn sá tími, að Jón prófastur Gíslason gat notið hvíldar eptir löng og örðug störf, og lifað með ró í heiðarlegri elli; enda studdu þá flestir að því, að gjöra hon- um þúnga elliáranna sem léttbærastan, svo það mátti segja, að hann á gamals aldri, þegar hann var orðinn sem barn í annað sinn, græddi nýja vini og aðstoðarmenn þegar allir æskuvinir hans vóru löngu á undan honum í burtu horfnir1. J>ar i) Auk allra sóknarmanna lians, sem jafnan báru hann á höndum sér, minnist liann í æfiágripi sinu þakklátlega prófasta. sinna þau ár sem hann var a Breftabólstab, er jafnan sýndu honum staka velvild, og umboþsmanns, I’orvaldar Sivertsens í Hrappsey.


Æfisaga Jóns Gíslasonar

Ár
1860
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Æfisaga Jóns Gíslasonar
http://baekur.is/bok/4bc27a27-6832-42df-bcb5-fbb0c832f5ac

Tengja á þessa síðu: (24) Blaðsíða 20
http://baekur.is/bok/4bc27a27-6832-42df-bcb5-fbb0c832f5ac/0/24

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.