loading/hleð
(25) Page 21 (25) Page 21
21 að auki var nú hagur hans svo, að hann ekki Jmrfti að bera áhyggju fyrir lífi sínu, og hafði sem optast þolanlega heilsu. Að sönnu förlaði honum eptir því sem ellin sókti á meir og meir, einkum með heyrn og minni, en samt mátti svo heita, að hann nyti þeirrar heilsu hin seinustu árin, sem sjaldgæf er á níræðis aldri, svo að jafnvel seinasta sumarið sem hann lifði talaði hann með venju- legri ástúð, glaðsinni og fjöri við vini sína og vandamenn er til hans komu, skrifaði og las eins og hann var vanur, sem dagbækur hans ljóslega votta. En seint í Octoberm. 1853 fann hann til lasleika, sem hann hafði áður nokkrum sinnum þjázt af, sem var hægðaleysi og snertur af steinsótt; varaði það í hálfan mánuð, þó létti honum í Novemberm. svo hann var þjáníngarlítill, en varð þó vegna van- máttar að lialda við rúmið venju fremur. Um ára- skiptin var hann aptur hressari, en þó ávalt við og við þjáður af hinu sama. í Februarmánuði leit svo út sem honum væri að smálétta, svo hann fann ekki mikið til áðurnefndra veikinda. En þó fór einsog hann árið á undan hafði sagt í bréfi til vinar síns: uað sálin vildi til heimkynna sinna frá hreysinu, sem þá og þegar væri horfið í skaut móður vor allra”, því 17. Februarm. fann hann til máttleysis og kvefþýngsla fyrir brjóstinu, sem varaði í þrjá daga, þángað til hann 20. dag sama mánaðar 1854 sofnaði út frá þessu lífi með hægu andláti án


Æfisaga Jóns Gíslasonar

Year
1860
Language
Icelandic
Keyword
Pages
40


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Æfisaga Jóns Gíslasonar
http://baekur.is/bok/4bc27a27-6832-42df-bcb5-fbb0c832f5ac

Link to this page: (25) Page 21
http://baekur.is/bok/4bc27a27-6832-42df-bcb5-fbb0c832f5ac/0/25

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.