loading/hleð
(26) Page 22 (26) Page 22
22 nokkurra sjáanlegra þjánínga; liafði hann þá lifað 87 ár, 2 mánuði og 6 daga, og sem prestur þjónað 55 ár, en þar af líka sem prófastur 25 ár. Jón prófastur Gíslason var með hærri mönnum, réttvaxinn og þrekinn. einkum á hinum efri árum. Fríður var hann sýnum og andlitið skapfeliilegt. Svipurinn var hreinn, og augun blíðleg og glaðleg. Hann var bláeygður og smáeygður. Ennið var hátt og yfirbragðið mannborlegt. Iíinnbeinin lágu nokkuð hátt, nefið í minna lagi og hakan nokkuð breið. Hann var varaþunnur og munnnettur, og lék ávalt einsog bros á vörunum. Kríngluleitur var hann og í meðallagi stórleitur. Holdugur var hann í andliti og litarfagur jafnvel til elliára; var það, einsog ailur líkaminn, hraustlegt og vottaði góða heilsu. Hárið var framan af æfi hans ljós- leitt, en á eldri árum silfurhvítt. Aldrei varð hann sköllóttur og hafði mikið hár og þykkt til dauða- dags. Sjón hafði hann ávalt hina beztu, og það svo, að hann gat jafnvel hið síðasta ár lesið og skrifað nafn sitt gleraugnalaus. Söngróm hafði hann í betra lagi og söngeyra gott, var hann því bæði í stól og fyrir altari einhver hinn röggsamasti klerkur. Með öllu hina ytra vakti hann þannig virðíngu og var hinn öldurmannlegasti; en auð- mýkt og blíða hjartans skein jafnan út úr svipn- um, sem ávann elsku og góðan þokka. Gáfur hans vóru dágóðar, en greindin enn betri.


Æfisaga Jóns Gíslasonar

Year
1860
Language
Icelandic
Keyword
Pages
40


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Æfisaga Jóns Gíslasonar
http://baekur.is/bok/4bc27a27-6832-42df-bcb5-fbb0c832f5ac

Link to this page: (26) Page 22
http://baekur.is/bok/4bc27a27-6832-42df-bcb5-fbb0c832f5ac/0/26

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.