loading/hleð
(27) Blaðsíða 23 (27) Blaðsíða 23
23 Hugurinn var fjörmikill og nokkuð ör, einsog geðs- munalagið. Frá æsku hafði hann verið hneigðari fyrir bókmenntir og andleg störf en líkamlega vinnu, og þó liann mestan hluta æfi sinnar hefði ekki gott færi á, að gefa sig við vísindalegum störfum, vóru þau ávalt hans mesta yndi. Skólamenntun lians hafði ekki verið mikil, en því fremur jók hann svo það sem á brast, þegar hann var úr skóla kominn, að hann mátti af gömlum prestum teljast eflaust með hinum menntuðustu á sinni tíð. Guð- fræði stundaði hann jafuan með innilegri alúð. í latínumáli var hann, einsog margir af hinum eldri Íslendíngum, ágætlega að sér, og skrifaði hann það mál mjög snoturt, bæði í bundinni og óbundinni ræðu 1, og svo var hann fróður í hinum fornu ritum Rómverja, að hann jafnvel á elliárum kunni utan að heil kvæði eptir Horatius og Ovi- dius skáld. Guðfræðina stundaði hann, eins og áður er sagt, með svo mikilli alúð, samvizkusemi og vandlæti við sjálfan sig, að hann skrifaði jafnan nýjar ræður til elliára; því þó hann opt og tíðum ekki prédikaði beinlínis eptir blöðum, mun hann aldrei hafa óviðbúinn í stól farið, svo hann hafi i) Bptir hana liggur talsvert safn af latínskum ljóhmælum vife yms tækifæri. Nokkur hefir hann líka látií) prenta í tímaritum, þó vér getum ekki nafngreint nema tvð í Skírni áriíi 1833, bls. 100, og 1835, bls. 115.


Æfisaga Jóns Gíslasonar

Ár
1860
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Æfisaga Jóns Gíslasonar
http://baekur.is/bok/4bc27a27-6832-42df-bcb5-fbb0c832f5ac

Tengja á þessa síðu: (27) Blaðsíða 23
http://baekur.is/bok/4bc27a27-6832-42df-bcb5-fbb0c832f5ac/0/27

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.