loading/hleð
(29) Blaðsíða 25 (29) Blaðsíða 25
25 nokkur söfn í þeim greinum, sem hann mun í elli sinni hafa látið til kunníngja sinna. Sjálfur mun hann og hafa safnað nokkru, en eptir hann heflr ekki fundizt annað, sem vér höfum orðið varir við, heidur en: uUm jubilkennendur á íslandi frá endurbót trúarbragðanna til vorra daga”, þetta verk byrjaði hann á seinustu árum sínum í Hvammi, og hætti við það aptur, eins og hann segir sjálfur, af því hann heyrði að annar maður var byrjaður á samkynja starfi; en hver hann hafi verið vitum vér ekki, því ekki mun hann meina safn Dr. Finns biskups um það efni, er Mag. Hálfdan Einarsson getur um (sbr. Sciagr. Flist. lit. Isl. bls. 151). Samt nær þetta safn yfir allt land, en vantar sumstaðar inn í, einkum þann kafla sem er um presta á Austurlandi. Einnig safnaði hann jafnframt til ^prófasta tals á Islandi” uin sama tíma, en það nær að eins yfir Austurland og Kjalarnesþíng. Af prentuðum ritum liggur ekki eptir hann til muna; það var hvorttveggja, að hann var ekki í þeirri stöðu, ab hann gæti heldur en aðrir hans líkar látið prenta bækur, enda sá hann að tíminn var kominn á undan sér, sem liann hvorki gat né gaf um að hlaupa með. Málið var búið að taka aðra stefnu en á menntunarárum hans. Hið gamla snið, er sómdi sér á 18. öldinni, var nú orðið einsog


Æfisaga Jóns Gíslasonar

Ár
1860
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Æfisaga Jóns Gíslasonar
http://baekur.is/bok/4bc27a27-6832-42df-bcb5-fbb0c832f5ac

Tengja á þessa síðu: (29) Blaðsíða 25
http://baekur.is/bok/4bc27a27-6832-42df-bcb5-fbb0c832f5ac/0/29

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.