loading/hleð
(32) Blaðsíða 28 (32) Blaðsíða 28
28 maður í aðbúnaði og klæðaburði, og hafði óbeit á glíngri og prjáli þessarar aldar. Hann var einhver hinn samvizkusamasti maður í öllu, og það jafnvel í smámunum. Embætti sitt rækti hann því jafnan með stökustu alúð, og vildi verja til þess fé og fjörvi, að hvað eina væri sem bezt af hendi leyst. I öllum viðskiptum við aðra var hann því hinn hreinskiptnasti maður, og kom hvervetna fram með einlægni og frómlyndi í smáu og stóru. Vélabrögð og hrekki eða slægvizku gat hann því sízt af öllu varast hjá þeim er töluðu annað í eyru en á bak, því hann þekkti það ekki í sínu fari. Blíður var hann í skapi og jafnan hinn glaðasti, fjörmikill á hinum ýngri árum, og nokkuð bráðlyndur þegar hann mætti mótgjörðum, en jafnan hinn sáttgjarnasti og friðsamasti maður, því það var fráleitt honum að gjöra á annara hluta, eða áseilast nokkurn mann vísvitandi; því lét hann optast heldur eptir sinn rétt, en ieita hans með þrasi eða ilideilum, þar- eð hann vildi sízt af öllu eiga í deilum; vogum vér því að segja, að hann hafl verið hugljúfi allra góðra manna, en sigrað suma af hinum með góðu. Eins og Jón prófastur Gíslason var hinn vand- aðasti maður í öllu dagfari, svo var hann einnig hinn guðhræddasti. f>að var ekki hræsni eða yfir- skyn, heldur innileg trú og staðföst von, sem ávalt bjó í sálu hans leynt og ljóst. Bréf hans og dag-


Æfisaga Jóns Gíslasonar

Ár
1860
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Æfisaga Jóns Gíslasonar
http://baekur.is/bok/4bc27a27-6832-42df-bcb5-fbb0c832f5ac

Tengja á þessa síðu: (32) Blaðsíða 28
http://baekur.is/bok/4bc27a27-6832-42df-bcb5-fbb0c832f5ac/0/32

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.