loading/hleð
(18) Blaðsíða 8 (18) Blaðsíða 8
□ LAFUR F. SIGURÐSSDN FYRRV. FDRMAÐUR K. A. Fyrir réttum 25 árum, eða 9. marz 1924, var Knattspyrnufélag Akraness stofnað af 9 drengj- um. Tilgangur félagsins var, eins og nafnið ber með sér, að iðka knattspyrnu. 1 tilefni af þessu merkisafmæli vil ég óska Knattspyrnufélagi Akraness hjartanlega til hamingju, og um leið rifja upp nokkra þætti frá félagsstarfseminni. Hér á Akranesi var nokkuð snemma byrjað að iðka knattspyrnu (fótboltaleik, sem þá var kallaður) og man ég eftir mörgum ánægjuleg- um leikjum í þá daga, er ég var lítill drengur, og er mér sérstaklega minnisstæður einn piltur, sem var mun eldri en ég; var það Hallgrímur Jónsson, Sveinssonar prófasts frá Guðrúnar- koti. Hann hafði í eigu sinni bolta, sem við notuðum, og var venjulega farið í fótboltaleik á Guðrúnarkots-túninu eða niðri á Breið. Ef að við komum 5 til 6 saman, var venjulega skipt þannig, að Hallgrímur var einn á móti okkur, vegna þess að hann var eldri, og hafði í leikni ákaflega mikla yfirburði fram yfir okkur. Það má segja, að Hallgrímur Jónsson hafi verið með þeim fyrstu, er hér iðkuðu knattspyrnu, og vakti áhuga á þessari íþrótt. Hallgrímur var ágætur íþróttamaður: sundmaður góður, glímu- maður, taflmaður og knattspyrnumaður. Þann- ig var knattspyrnan fyrst iðkuð, ekki alltaf eft- ir settum reglum, en áhuginn var mikill, hver stund notuð til þess að fara af stað með bolt- ann, og ég held að engin íþrótt hafi hrifið mig eins mikið, en á þeim árum kynntist maður ekki fjölbreyttu íþróttalífi. Ég fór til Sandgerðis 1919 og dvaldi þar um 6 ára skeið, að undanskildum 2 vetrum, er ég var á Verzlunarskólanum, en eftir það kom ég aftur heim á æskustöðvarnar, en þá var þró- unin í knattspyrnunni komin á þann veg, að hér var búið að stofna 2 knattspyrnufélög, ,,Kára“ 1922, og Knattspyrnufélag Akraness 1924, eins og áður er getið. Ég gekk í K.A. 1927. Þá var hér enginn íþróttavöllur til, en strax 1928 látum við gera uppdrátt af væntanlegum íþróttavelli. Gerði uppdráttinn einn af félögunum, Auðun Sigurðs- son, og óskuðum við eftir að fá völlinn stað- settan efst á Skaganum, en á gamla skipulag- inu var þar íþróttavöllur ákveðinn, en við feng- um synjun hjá hreppsnefndinni. Það var ekki talið heppilegt að hafa hann þar. Eins og áður er getið, var Knattspyrnufélag- ið Kári stofnað rétt á undan K.A. og átti K.A. þar góðan leikbróður, því að bæði félögin höfðu það sama á stefnuskrá sinni: Að æfa og þjálfa sína félaga, og búa þeim betri íþróttaskilyrði, og svo að þreyta kappleiki sín á milli, og eru margir kappleikir óskráðir frá fyrstu starfs- árum félaganna. Árið 1929 er keppt í fyrsta sinn um bikar, er Skafti Jónsson skipstjóri gaf félögunum til að keppa um, og er það Knattspyrnubikar Akraness. Síðan hafa þessi 2 félög háð sína leiki, haft sína sigra og ósigra, á vettvangi íþróttanna, en oft var í upphafi rígur og hnútuköst milli fé- laganna, og þá helzt, er keppni fór fram, en alltaf endaði allt vel, og alltaf hafa félögin tek- izt í hendur og sótt sameiginlega fram til átaka, hvort heldur var út á við til keppni í öðrum héruðum eða hér heima. K.A. gekk í íþróttasamband Islands 1930, og var það mikill styrkur fyrir starfsemina. Árið 1933 gangast félögin fyrir því að fá hingað knattspyrnukennara, og varð fyrir valinu Axel Andrésson, ágætur kennari og áhugasamur, og 8 AFMÆLISBLAÐ K. A.
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða [5]
(8) Blaðsíða [6]
(9) Blaðsíða [7]
(10) Blaðsíða [8]
(11) Blaðsíða 1
(12) Blaðsíða 2
(13) Blaðsíða 3
(14) Blaðsíða 4
(15) Blaðsíða 5
(16) Blaðsíða 6
(17) Blaðsíða 7
(18) Blaðsíða 8
(19) Blaðsíða 9
(20) Blaðsíða 10
(21) Blaðsíða 11
(22) Blaðsíða 12
(23) Blaðsíða 13
(24) Blaðsíða 14
(25) Blaðsíða 15
(26) Blaðsíða 16
(27) Blaðsíða 17
(28) Blaðsíða 18
(29) Blaðsíða 19
(30) Blaðsíða 20
(31) Blaðsíða 21
(32) Blaðsíða 22
(33) Blaðsíða 23
(34) Blaðsíða 24
(35) Blaðsíða 25
(36) Blaðsíða 26
(37) Blaðsíða 27
(38) Blaðsíða 28
(39) Blaðsíða 29
(40) Blaðsíða 30
(41) Blaðsíða 31
(42) Blaðsíða 32
(43) Blaðsíða 33
(44) Blaðsíða 34
(45) Blaðsíða 35
(46) Blaðsíða 36
(47) Blaðsíða 37
(48) Blaðsíða 38
(49) Blaðsíða [1]
(50) Blaðsíða [2]
(51) Blaðsíða [3]
(52) Blaðsíða [4]
(53) Blaðsíða [5]
(54) Blaðsíða [6]
(55) Blaðsíða [7]
(56) Blaðsíða [8]
(57) Blaðsíða [9]
(58) Blaðsíða [10]
(59) Kápa
(60) Kápa
(61) Kvarði
(62) Litaspjald


Afmælisblað Knattspyrnufélags Akraness

Höfundur
Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
60


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Afmælisblað Knattspyrnufélags Akraness
http://baekur.is/bok/4d9c5aaf-bc08-4aae-8017-1503fbc0a613

Tengja á þessa síðu: (18) Blaðsíða 8
http://baekur.is/bok/4d9c5aaf-bc08-4aae-8017-1503fbc0a613/0/18

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.