loading/hleð
(21) Blaðsíða 11 (21) Blaðsíða 11
sonar kaupmanns (niðursuða H. B. & Co.) og kenndi ég þar leikfimi í tvo vetur. Eins og gef- ur að skilja voru hús þessi alveg óupphituð og köld í alla staði, þar sem þetta voru fisk- hús. Það, sem bjargaði því, að við fengum þau til afnota þessa tvo vetur, var að lítið var um fisk og því voru húsin laus. Sem sagt jafn- hliða læknisstörfum mínum kenndi ég leikfim- ina. Engin voru tækin til að æfa sig við og ekki dugði að fjargviðrast út af því eða gera kröfur, því að fátækt var mikil á þessum árum og ekki mikils úrkosta. Það, sem ég svo lagði einkum stund á að kenna, voru staðæfingar, göngur og langstökk. Kennslugjald var ákveð- ið 12 krónur fyrir veturinn, en minnst af því fékkst borgað, annað hvort helmingurinn eft- irgefinn eða allt saman. Síðari veturinn í Böðv- ars-pakkhúsi kemur svo nýr maður til skjal- anna, sem var Thor Jensen. Hann hafði numið leikfimi erlendis og kom sér það mjög vel, þvi hann gat tekið að sér kennsluna fyrir okkur þá stundina, sem ég var upptekinn við lækn- isstörf. Thor Jensen var alveg afbragðsmaður, sem og flestir vita, er til þekkja. Hann var sí- vakandi fyrir öllum framförum jafnt til sjós sem lands. Okkur og okkar íþróttir bar hann mjög fyr- ir brjósti, eins og hans var von og vísa, og lét hann smíða tæki handa okkur til að æfa við, stökk-bretti, slár og kaðla lét hann festa í loft upp og nú var æft af kappi. Eins og að fram- an getur var mjög kalt í húsunum, en það reynd- um við að bæta okkur upp eftir föngum og það sem bjargaði okkur mest og bezt í þeim vanda, var kaðalspotti og sandpoki. Við festum sand- pokanum á annan kaðalsendann, en einn mað- ur hélt i hinn endann. Síðan var þeim, sem til æfinga mættu, raðað í hring. Maðurinn með kaðalspottann og sandpokann fór svo inn í hringinn og veifaði kaðlinum með sandpokan- um í hring og nú var annaðhvort að duga eða drepast — hoppa upp í gríð og erg — eða falla ella fyrir posanum, og þá var nú hlegið, er það kom fyrir. Með þessum aðferðum fengum við í okkur hita og þrátt fyrir kuldann, varð okk- ur aldrei meint af. Húsið misstum við svo eft- ir þessa tvo vetur, þar sem fiskur var alltaf í þeim eftir það. Sömuleiðis fluttist Thor Jen- sen héðan alfarinn og var það mikill skaði, því að ef hans hefði notið við lengur, hefði ábyggi- lega ekki liðið langur tími áður en við hefðum fengið eitthvert skýli til að æfa í. Þessi litli vísir að íþróttum lagðist nú alveg niður og eng- in tök voru á að fá neinu um þokað í skól- anum. Ég reyndi allt, sem ég gat, til að hafa áhrif í skólanefndinni með að koma upp leik- fimihúsi. Það leið vart sá fundur, að ég nefndi ekki leikfimihús á nafn. Leikfimi var því lítið stunduð, að undantekinni kennslu Magnúsar Ólafssonar faktors, sem hélt uppi kennslu í stærri stofu Gamlaskólans. Um og eftir 1912 heldur Hervald Björnsson, núverandi skóla- stjóri í Borgarnesi, uppi kennslu um nokkurt árabil. Eftir þetta liggur svo kennsla niðri að mestu leyti, nema hvað Ungmennafélagið á Akranesi hélt uppi námskeiðum í íþróttum við og við. Þetta er í stórum dráttum það, sem ég hef að segja, en eftir þetta er ykkur yngri mönn- unum sagan kunnari, og get ég því verið fá- orður hér á eftir. Ég hef alltaf fylgzt með íþróttunum hér á Akranesi og glaðzt yfir hverju framfaraspori á því sviði sem öðru, og hefi alltaf haft gaman af að horfa á íþróttir og ekki hvað sízt knattspyrnu, en sú íþrótt var lítið komin til sögunnar í mínu ungdæmi. Bygging íþróttahússins ykkar — eins mynd- arlegt og það nú er — gladdi mig afskaplega, og sýnir það glögglega, hvað í Akurnesingum býr, ef þeir eru einhuga og samtaka. Það, sem ég hef harmað mest í fari íþrótta- félaganna hér á Akranesi, er félagsrígurinn. Umfram allt, góðu drengir, reynið að útrýma honum, því að hann er skaðlegur og það meir en margur hyggur. Að lokum, drengir og stúlkur, iðkið íþróttir, hverju nafni sem nefnast, meðan tími og tæki- færi gefst, þá munuð þið hraust verða og vel farnast. Ég óska K.A. og öllu íþróttafólki alls hins bezta á ókomnum árum.“ Ég þakka Ólafi Finsen innilega fyrir sam- talið og ekki hvað sízt fyrir hans fórnfúsa brautryðjandastarf í þágu íþróttamálanna hér á Akranesi. Ég óska honum alls hins bezta á ógengnum ævidögum og megi hann fagurt ævi- kvöld hljóta, og veit ég, að undir það taka all- ir K.A.-félagar. Andrés Níélsson. AFMÆLISBLAÐ K. A. 11
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða [5]
(8) Blaðsíða [6]
(9) Blaðsíða [7]
(10) Blaðsíða [8]
(11) Blaðsíða 1
(12) Blaðsíða 2
(13) Blaðsíða 3
(14) Blaðsíða 4
(15) Blaðsíða 5
(16) Blaðsíða 6
(17) Blaðsíða 7
(18) Blaðsíða 8
(19) Blaðsíða 9
(20) Blaðsíða 10
(21) Blaðsíða 11
(22) Blaðsíða 12
(23) Blaðsíða 13
(24) Blaðsíða 14
(25) Blaðsíða 15
(26) Blaðsíða 16
(27) Blaðsíða 17
(28) Blaðsíða 18
(29) Blaðsíða 19
(30) Blaðsíða 20
(31) Blaðsíða 21
(32) Blaðsíða 22
(33) Blaðsíða 23
(34) Blaðsíða 24
(35) Blaðsíða 25
(36) Blaðsíða 26
(37) Blaðsíða 27
(38) Blaðsíða 28
(39) Blaðsíða 29
(40) Blaðsíða 30
(41) Blaðsíða 31
(42) Blaðsíða 32
(43) Blaðsíða 33
(44) Blaðsíða 34
(45) Blaðsíða 35
(46) Blaðsíða 36
(47) Blaðsíða 37
(48) Blaðsíða 38
(49) Blaðsíða [1]
(50) Blaðsíða [2]
(51) Blaðsíða [3]
(52) Blaðsíða [4]
(53) Blaðsíða [5]
(54) Blaðsíða [6]
(55) Blaðsíða [7]
(56) Blaðsíða [8]
(57) Blaðsíða [9]
(58) Blaðsíða [10]
(59) Kápa
(60) Kápa
(61) Kvarði
(62) Litaspjald


Afmælisblað Knattspyrnufélags Akraness

Höfundur
Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
60


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Afmælisblað Knattspyrnufélags Akraness
http://baekur.is/bok/4d9c5aaf-bc08-4aae-8017-1503fbc0a613

Tengja á þessa síðu: (21) Blaðsíða 11
http://baekur.is/bok/4d9c5aaf-bc08-4aae-8017-1503fbc0a613/0/21

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.