loading/hleð
(23) Blaðsíða 13 (23) Blaðsíða 13
Lárus lék sem miðframvörður í I. fl. liði K.A. í mörg ár. Var hann þá einnig í úrvals- liði Akurnesinga í kappleikjum við utanbæjar- félög. Þótti Lárus alltaf hinn traustasti maður, enda er sagt, að hann hafi á sinum tíma verið einn bezti knattspyrnumaður hér á Akranesi. Lárus hefur annazt hér knattspyrnudómara- störf í mörg ár og tekur enn þátt í knattspyrnu- kappleikjum. Jón Engilbert Sigurðsson mun vera eini knatt- spyrnumaðurinn í K.A., sem hlotið hefur við- urkenningu, en ég á þar við, þegar hann hlaut heiðurspening frá félaginu og sæmdarheitið „Bezti knattspyrnumaður K.A. 1941“. Engilbert Sigurðsson f. 15.-2.-’20. Berti, eins og hann var kallaður, er tvímæla- laust bezti markvörður, sem verið hefur hér á Akranesi. Var hann alltaf mesti styrkur K.A.- liðsins í kappleikjum þess, og var hann einnig markvörður í úrvalsliði Akurnesinga. 1 félagsmálum K.A. hefur hann einnig tek- ið mikinn þátt. Var hann í stjórn félagsins í mörg ár og formaður í tvö ár, 1940 og 1941. Engilbert flutti héðan til Siglufjarðar 1945. Æfir hann þar knattspyrnu af miklum áhuga og er markvörður í úrvalsliði Siglfirðinga. Ríkarður Jónsson hefur getið sér mestan orðstír allra knattspyrnumanna á Akranesi. Það kom þegar í ljós, er Ríkarður lék í III. ald- ursflokki K.A., að hér var um óvenjulegt knatt- spyrnumannsefni að ræða, enda kom það á dag- inn. Ríkarður hefur leikið með K.A. í I., II. og II. flokki og jafnan verið bezti maður í hverju liði. Ríkarður hefur ekki enn þá leikið neina ákveðna stöðu: hefur hann ýmist leikið inn- herja, útherja eða miðframherja, en nú munu menn vera að komast á þá skoðun, að hann RíkarÖur Jónsson f. 12.-ll.-’29. eigi að leika innherja, því að í þeirri stöðu not- ast bezt hinn frábæri dugnaður hans og úthald. Vorið 1947 fór Ríkarður til Reykjavíkur til þess að læra málaraiðn. Byrjaði hann þá að leika með Fram í Reykjavík; urðu þeir Islands- meistarar þá um sumarið og var Ríkarður álit- inn einn bezti maður liðsins. Þess má geta, að Ríkarður var eini Islendingurinn, sem skoraði mark hjá enska liðinu „Queen’s Park Rangers", sem kom hingað sumarið 1947. Var hann líka eini Islendingurinn, sem skoraði mark hjá sænska liðinu „Djurgárden“, sem lék hér s.l. sumar. Einnig skoraði Ríkarður bæði mörkin í landsleiknum við Finna s.l. sumar. Ríkarður hefur tekið mikinn þátt í félags- málum K.A. og sat m. a. í stjórn félagsins í tvö ár. Knattspyrnumenn á Akranesi bíða með ó- þreyju eftir að fá Ríkarð aftur í sinn hóp. AFMÆLISBLAÐ K. A. 13
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða [5]
(8) Blaðsíða [6]
(9) Blaðsíða [7]
(10) Blaðsíða [8]
(11) Blaðsíða 1
(12) Blaðsíða 2
(13) Blaðsíða 3
(14) Blaðsíða 4
(15) Blaðsíða 5
(16) Blaðsíða 6
(17) Blaðsíða 7
(18) Blaðsíða 8
(19) Blaðsíða 9
(20) Blaðsíða 10
(21) Blaðsíða 11
(22) Blaðsíða 12
(23) Blaðsíða 13
(24) Blaðsíða 14
(25) Blaðsíða 15
(26) Blaðsíða 16
(27) Blaðsíða 17
(28) Blaðsíða 18
(29) Blaðsíða 19
(30) Blaðsíða 20
(31) Blaðsíða 21
(32) Blaðsíða 22
(33) Blaðsíða 23
(34) Blaðsíða 24
(35) Blaðsíða 25
(36) Blaðsíða 26
(37) Blaðsíða 27
(38) Blaðsíða 28
(39) Blaðsíða 29
(40) Blaðsíða 30
(41) Blaðsíða 31
(42) Blaðsíða 32
(43) Blaðsíða 33
(44) Blaðsíða 34
(45) Blaðsíða 35
(46) Blaðsíða 36
(47) Blaðsíða 37
(48) Blaðsíða 38
(49) Blaðsíða [1]
(50) Blaðsíða [2]
(51) Blaðsíða [3]
(52) Blaðsíða [4]
(53) Blaðsíða [5]
(54) Blaðsíða [6]
(55) Blaðsíða [7]
(56) Blaðsíða [8]
(57) Blaðsíða [9]
(58) Blaðsíða [10]
(59) Kápa
(60) Kápa
(61) Kvarði
(62) Litaspjald


Afmælisblað Knattspyrnufélags Akraness

Höfundur
Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
60


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Afmælisblað Knattspyrnufélags Akraness
http://baekur.is/bok/4d9c5aaf-bc08-4aae-8017-1503fbc0a613

Tengja á þessa síðu: (23) Blaðsíða 13
http://baekur.is/bok/4d9c5aaf-bc08-4aae-8017-1503fbc0a613/0/23

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.