loading/hleð
(5) Blaðsíða [1] (5) Blaðsíða [1]
y a r uppá aðsenda grein í |>jóðólPi um Árrit prestaskólans. (.Han orthograpliisk var”. I 3>jóðólfi bls. 140—43 hefur einhver, sem kallar sig: Jeg, tekið fyrir sigaðleggja dóm áárrit þaö, sem við nýlega höfum gefið út. í sjálfu sjer getur okkur ekkert þókt að því, heldur á- lítum við það öldungis rjett og tilhlýðilegt, að dómar sjeu upp kveðnir yfir íslenzkum bókum, sem birtast á prenti. En því nauðsynlegra er það hjer en annarstaðar, að slíkir dómar sjeu byggðir á skynsemi og; saringirni, sem almenningur lijer er óvanari en annarstaðar við alla þessháttar aðfinnzlú og mörgum lrættir því við að trúa því í blindni, sem þannig er sagt um einhverja bók, hvort lieldur það er lof eða last, án þess að gjöra sjer far uin að vega ástæður með og mót, einkanlega þegar dómurinn er laggður á með hroka og sjálfbyrgingsskap. 3>ess- vegna höfum við ekki getaö leiðt bjá okkur að svara uppá grein þá um árritið, sem herra „Jeg“ hefur sent Jijóðólfi til prentunar af því að við erum hræddir um, að hún kunni að villa svo sjónir fyrir einhverjum, að þeir verði ekki varir við mótsagnirnar sem í henni eru, nje geti að greint hið ranga frá liinu, sem kann að vera rjett í henni. Ef árrit prestaskólans væri eingaungu ætlað lærðum mönnum og við ættum ekki tal við aðra en þá, þá væru þessi orð: „Han orthographisk var“ nóg svar uppá greinina, því hún berþað sjálf með sjer, að hún stefnir mestöll að orðum, bókstöfum og rjettritun, og ef menn ættu af henni að gjöra sjer grein' fyrir, hverja menntun að höfundur hennar hafi til að bera, þá yrði hún helzt málfræðis- leg, ef hún annars er nokkur; að minnsta kosti er auðsjeð, að höfundurinn þykist vera mál- fræðingur, því reypdar talar liann alstaðar drembilega, en hvergi er hann eins digurmæltur og um málfræðina, en hún virðist, að hans skoöun, helzt vera fólgin í rjettrituninni, svoað herra „Jeg“ er þá auðsjáanlega ennþá í stafrofi málfræðinnar. En af því árritið er líka ætlað leik- mönnum, sem sumir hverjir eiga, ef til vill, bágra með að skilja hið verulega fráhinu óveru- lega í vísindalegum efnuin, þá verðuin við að taka grein höfundarins fyrir okkur og sýna, hvernig henni er variö. J>að er þá fyrst, að hann byrjar á því að segja „að árritið birtist ári siðar en menn vonuðust eptir upphaflega þegar boðsbrjefið koin út“. Jað er okkur óskiljanlegt, hvernig hann fer að reikna; boðsbrjefið er skrifað í janúar-inánuði 1849 og í því lofað, að tek- ið skyldi verða til að prenta árritið undireins og prentun alþingistiðindanna væri lokið; alþing- ið stóð yfir fram í ágúst-mánuð í fyrra og síðan er enn ekki liðið heilt ár, en árritið þó komiö út fyrir meir en mánuði síðan. J>að er því ekki nema tvennt til, annaðhvort að höfundurinn hefur ætlast til, að prentun alþingistiðindanna yrði lokið áðuren alþingi byrjaði, eða þá aðhann hefur árið styttra en allir aðrir og er hvorugt með öllu ósamkvæmt ályktunuin höfundarins og sizt það að stytta svona fyrir sjer árið, af því að okkur finnzt honum vera mjög eginlegt að hlaupa yfir allt á svo kölluðu huntlavaði, og að hann beri litil kennsli á hjegóma þarm, er /7 1 UNö8«tíKA84f« ))


Svar uppá aðsenda grein í Þjóðólfi um Árrit prestaskólans "Han orthographisk var"

Ár
1850
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
12


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Svar uppá aðsenda grein í Þjóðólfi um Árrit prestaskólans "Han orthographisk var"
http://baekur.is/bok/58743267-aabf-4759-8a2e-726fd02cefbb

Tengja á þessa síðu: (5) Blaðsíða [1]
http://baekur.is/bok/58743267-aabf-4759-8a2e-726fd02cefbb/0/5

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.