loading/hleð
(5) Page [5] (5) Page [5]
TTíarkús J\r. cJvarsson f. 8. september 1884, d. 23. ágúst 1943 Hér kemur listasafn Markúsar Ivarssonar vélsmiðjueiganda í fyrsta sinn fyrir sjónir almennings. í safni lians voru við andlát hans yfir 200 myndir, olíumálverk, vatnslitamyndir, teikningar og höggmyndir. Félag íslenzkra myndlistamanna gengst fyrir sýning þessari, í lieiðursskyni við ininningu þessa mikla og mæta listvinar og til þess að almenningi sé gefinn kostur á að kynnast þessu lang mesta myndlistasafni, er hingað til hefir verið í eigu einstakrar fjölskyldu hér á landi. Um Markús Ivarsson, æfistarf lians og sérkenni, og listasöfn- un lians sérstaklega mætti rita langt mál, enda verður það vafa- laust gert er stundir líða. Hann var hugsjónaríkur athafnamaður, hamlileypa til vinnu var hann og stjórnandi með afbrigðum góður. En þó vinnugleði athafnamannsins væri frábær, og liann hefði yndi af hinum erf- iðustu störfum mikinn liluta sólarhringsins, þá unni þessi hugsjónamaður sér ekki hvíldar að afloknu dagsverki, fyrr en hann hafði fengið til þess tækifæri, að sökkva sér í athuganir á listaverkum og samtöl við ýmsa þá menn, sem hann hafði mæt- ur á og voru starfandi á því sviði. Myndasöfnun sína byrjaði Markús fyrir nálega tveim áratug- um. Kéð þar tvennt um, áhugi hans fyrir myndlist, ánægja lians a( að kynnast listaverkum og hafa þau fyrir augum, en um leið hjálpsemi hans við listamenn þá, er áttu erfitt uppdráttar efna- lega og báru lítið úr býtum fyrir starf sitt. Honum þótti sú stétt manna vera afskift í þjóðfélaginu. Á þessum árum, og lengst af, meðan Markús safnaði lista- verkum, liafði liann ekki mikið fé handa á milli. En hver


Listsafn Markúsar Kr. Ívarssonar

Year
1944
Language
Icelandic
Pages
16


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Listsafn Markúsar Kr. Ívarssonar
http://baekur.is/bok/59311dad-e5ee-4ee8-aede-240f5ec77905

Link to this page: (5) Page [5]
http://baekur.is/bok/59311dad-e5ee-4ee8-aede-240f5ec77905/0/5

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.