loading/hleð
(12) Blaðsíða 8 (12) Blaðsíða 8
8 nnar; í því hafa menn, sem lá við að yfirbugast af andstreymi 4 lífsins, fundið krapt fyrir sálu sína, og þeir, sem ekki gátu huggast við neitt annað, þeir hafa fundið huggun í því. — Að visu hefir þetta orð einnig verið misskilningi undir orpið, enn vér, kristnir menn, ættum þó ekki að misskilja það, því Iiristus hefir kennt oss þess réttu, fullu þýðíngu. — A gamla testamentisins límum efuðust menn, — einsog reyndar enn gjöra þeir, sem ekki eru börn nýa sáttmálans, — menn efuðust, ef ekki um, aö guð gjöri allt vel, þá þó um það, að guð gjöri allt, eða hafi afskipti af öllu, sem hann vissulega gjörir og hefir afskipti af, já menn efuðust jafnvel um, að guð hefði afskipti af því ágætasta, sem vér þekkjum af verkuin hans, sein er maðurinn sjálfur. „Hvað er maðurinn að guð minnist hans?“ „Hvað er mannsins barn, að guð leggi það sér á hjarta?“ — þannig sögðu menn. Enn Jesús sagði: Einginn titl- íngur fellur til jarðar án yðar föður vilja. Enn fremur: öll yðar höfuðhár eru líka talin; óttist þessvegna ekki. Meir eruð þér verðir enn margir titlíngar. Eptir Krists kenníngu hefir guð afskipti af öllu, einnig hinu allra minnsta. J>að, sem sjálfir vér valla veituin f eptirtekt og ekki einusinni vitum af, það veit hann, setn allt veit, og ekkert verður án hans vilja. Hversu mikill huggunar kraptur liggur í þessu á sorganna stundum. Ekki munu höfuðin hníga, án vitundar og vilja hans, sem talið hefir höfuðhárin! Ekki munum vér falla til jarðar og í jöröu án vitundar og vilja hans, án hvers vilja einginn titlíngur fellur til jarðar. 0 nei, og á þessari sorgar stundu viljum vér, kristnir menn, vér, sem Kristur hefir uppfræðt og kennt að þekkja guðs föðurligu forsjón og afskipti af högum sérhvers manns, leita huggunar og styrkíngar af þessu orði: Guð leit allt, sein hann hafði gjört, og sjá,það var alltsaman yfrið gott. ' Sorgleg er þessi stund. Vér stöndum yfir liðnum likama elsku- Iegrar dóttur og systur 0g konu og móður. Og auk þeirra, sem henni voru og eru vandabundnastir, eru margir aðrir, að öðruleiti vandalausir, vanda bundnir henni, bundnir böndum vyrðíngar og elsku og þakklátsemi; því er nú, og hlýtur að vera sorg ogsökn- uður í hjörtum margra. -— í því vér ekki getum annað, enn minnst þess, sem mist er og séð eptir því, þá látum oss líta yiir lífsferil hinnar framliðnu, ekki til að ýfa harma vora, heldur oss til huggunar.


Frú Guðrún Þorgrímsdóttir

Höfundur
Ár
1860
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Frú Guðrún Þorgrímsdóttir
http://baekur.is/bok/59fc5b4a-55b2-4aed-8f4c-9723a104aa95

Tengja á þessa síðu: (12) Blaðsíða 8
http://baekur.is/bok/59fc5b4a-55b2-4aed-8f4c-9723a104aa95/0/12

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.