loading/hleð
(13) Blaðsíða 9 (13) Blaðsíða 9
9 Æ f i FRÚ GUÐRÚNAR þORGRÍMSDOTTUR. Húss-Frú Guörún sál. var fædd á Bessastöðum á Álptanesi 7. dag Janúarm. 1818. Foreldrar hennar voru hin valinkunnu hjón, gullsmíður og skólaráðsmaður J>orgrímur Thomsen og Ingi- hjörg Jónsdóttir. Hún ólst upp í foreldra húsum , og er mörgum knnnugt, aö þessir foreldrar létu sér mjög annt um uppeldi barna sinna, og einkum um hugað, ekki einúngis að þau frömuðust sem best kostur var á, heldur ekki síður, aö [iau vcndust á hvorskyns góða siðu. J>essa uppeldis naut hún í æsku, og hún naut þess síðan alla æfx, því „hvað úngur nemur, hinn eldri fremur.“ 18 ára gömul giptist hún um sumarið 1836 Prestinum, seinna Prófasti og Dannebrogsriddara, Sra Ásinundi Johnsen, og eignuðust þau í hjónabandi sínu 10 börn, þaraf eru 6 á lífi, 3 synir og 3 dætur. Sama árið, sem hún giptist, íluttu þau hjónin sig híngað að Odda, og vóru þau hér eptir það 10 ár; síðan, er inanni hennar var veitt Revkjavíkur prestakall, fluttu þau sig í Reykjavík, 1846, og svo, eptir 8 ára þar veru, aptur híngað að Odda 1854. Hér lifði hún síðan þau 5Ve ár, sem eptir voru æfinnar. Heilsa hennar, sem aldrei var sterk, var þessi seinuslu árin mjög svo veik, og varð ekki við hjálpað af alúðarfyllsta Iækni. Seinasta missirið lá hún, að kalla mátti, alltaf rúmföst, en þó sjaldan mjög þúngt haldin; Hún andaðist laugardaginn, 14. dag Janúarm. 1860, rúmlega 42 ára gömul. þó þessi framliðna þannig ekki kæmist hjá mæðu og and- streyini, sem vanalega „samferðast lífsins dögum“, þá voru henni veittir margir farsællegir hlutir, ekki einúngis útvortis, góðir for- eldrar, gott uppfóstur, góð systkyni, góð giptíng, góð og efnileg börn, heldur eklti síður innvortis, afbragðsgóðar gáfur, næm til- finníng fyrir því, sem fagurt og gott er, og gott hjarta. Um þetta hefi jeg, sem sjálfur var henni lítið kunnugur, heyrt alla, scm þekktu hana vel, vera samdóma; og það þurfti ekki tnikin kunnug- leika til að sjá, að það var satt; góðinennskan og gáfurnar skinu fram í augum og andiiti, og framgángan öil bar, jafnvel ókunn- ugurn, ljósan vott um lifandi tiifmníngu fyrir því, sein vel sæmir og vel fer. Að öðru leyti var hún, að vitni þeirra, sem allra best þekktu hana: „einhver hin ástríkasta dóttir, ræktarfyllsta móðir og


Frú Guðrún Þorgrímsdóttir

Höfundur
Ár
1860
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Frú Guðrún Þorgrímsdóttir
http://baekur.is/bok/59fc5b4a-55b2-4aed-8f4c-9723a104aa95

Tengja á þessa síðu: (13) Blaðsíða 9
http://baekur.is/bok/59fc5b4a-55b2-4aed-8f4c-9723a104aa95/0/13

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.