loading/hleð
(14) Blaðsíða 10 (14) Blaðsíða 10
10 raaki og hiissmófiir, Irygg og staðföst, hreinskilin og vönduft i öllu framferhi sínu.“ þannig er þaft víst, ah guð hafði géfið henni margar góðar gáfur; og þó oss sýnist, að nokkuð, og ekki lítið, hafi vantað af því, sem til þessa lífs farsældar heyrir, þar sem heilsuna vantaði — auk annars, sem án efa einnig hefir vantað, þó ekki væri eins augljóst — þá viljum vér í trausti til hans, sem sér, hvað sér- hverjum er fyrir bestu, og sem hvorki skortir inátt né speki, né heldur gæðsku til að láta það koma fram, — í traustri trú til hans viljurn vér ekki láta þetta draga úr þeirri þakkargjörð, sem hann á skilið fyrir það, er hann veitti henni; vér viljum ekki segja: margt var það gott, heldur viljum vér segja: allt var það gott. Eða munum vér þora að neita, að sú reynsla, sem guði þóknaðist á hana að leggja, hafi verið góð, þó vér að vísu ekki skiljum, að henni hafi verið þörf þvílíkrar reynstu fremur mörgum öðrum, sem hjá henni komast; Munum vér voga að neita, að þegar guði nú, á þessum honum þægilega tíma, leysti hennarsálúr líkamans fjötrum, þá hafi einnig það verið gott, þó því að vísu hér verði að fylgja sorg og söknuður. Nei; og einsog vér fyllilega trúum, að þessi vor sæla systir nú lofi og vegsami guð, fyrir alla hans handleiðslu á sér og fyrir sína lausn og frelsun frá þessa heims fallvaltri veru til hans himneska dýrðarríkis, svo viljum einnig vér lofa hann og vegsama í þeirri trú, að ekkert verði án hans viija, að á hans valdi séu allir hlutir, og að allt, sem han gjörir, sé yfrið gott. Og vissulega er dauðinn sorglegur, einkum þegar menn burt kallast á miðjum degi lífs sins; en hversu sorglegur, sem hann er, þá getur hann þó verið yfrið góður, — já þess hefir verið spurt, hvort í sjálfu sér væri betra, líf eða dauði, og því hefir veríð svarað á fleiri vegu, enn einn. Einn, sá sem vitrastur hefir verið talinn af fyrri tíma mönnum, hefir svarað því svo: Dauða- dagurinn er betri enn fæðíngardagurinn, enn hann endar sína ræðu með þessum orðuin: þetta er hégómi. Og sannlega, ef vérvildum spyrja, hvor [ essara daga væri betri, þá væri það hégómlegt, og ef vér vildum svara því, þá væri það hégómlegt, — eins og honum sem báða þá gjörði, eins og guði séu, ef so mætti segja, mislagðar höndur, so að hann gjöri sumt vel, enn sumt síður enn ekki vel. þetta vitum vér, að líf og dauði eru í hendi drottins, og að hvort, sem vér lifum, þá erum vér á drottins valdi, eða vér deyjum, þá erum vér eins á drottins valdi. þetta vitum vér, að guð er hinn


Frú Guðrún Þorgrímsdóttir

Höfundur
Ár
1860
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Frú Guðrún Þorgrímsdóttir
http://baekur.is/bok/59fc5b4a-55b2-4aed-8f4c-9723a104aa95

Tengja á þessa síðu: (14) Blaðsíða 10
http://baekur.is/bok/59fc5b4a-55b2-4aed-8f4c-9723a104aa95/0/14

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.