loading/hleð
(17) Blaðsíða 13 (17) Blaðsíða 13
13 „þegar sár ástvina missir særir hjarta vort, þá mun öll mannleg speki, allar skynseminnar fortölur, öll jarönesk huggunar- meftöl fánýt reynast, ekki fá huggaft hiö sorgmædda hjartað, ekki þerrað lárin af augum oss, ekki sefað þann harm, er innra býr, heldur láta oss jafnvel ennfremur finna til þess, hve vanmáttugir vér erum og ónógir sjálfum oss. — Enn sú trú: allt hvað guð gjörir er vísdómsfullt og gott, hún hjálpar oss, ekki cin- úngis til þess að þegja, heldur líka í trú öruggir að upphefja höfuð vor, hún sendir byrtu í þá sálu, er áður var hulin sorgar- dymmu, hún hughressir það hugskot, er áður var af sorg sundur kramið, hún græðir hjartans sár, og breytir líksaung í helgan einglahljóm, er veitir þeim sorgmædda forsmekk eilífrar gleði.“ *) Hvers fæ jeg betra beðið, enn aö góður guð nú láti þessi orð á sjálfuin þér sannast og öll uppfyllast. — Hún, þessi trú, að allt, sem guð gjörir, sé vísdómsfullt og gott, hún hjálpi þér til öruggur að upphefja höfuð þitt, hún sendi byrtu í sálu þína, hún hressi huga þinn, hún græði þitt hjartans sár, hún breyti fyrirþér líksaungnum í helgan einglahljóm, hún veiti þér sorgmæddum forsmekk eilífrar gleði. f>ó móðirinn gæti gleymt barni sínu, þá vil jeg samt ekki gleyma, segir drottinn. — Móðurástinni er viðbrugðið svo sem hinni viðkvæmustu og nákvæmustu ást á jörðu, og það er tekið til þess, svo sem þess ólíklegasta, að móðirinn geti gleymt barni sínu. — O, hér liggur ein móðirin andvana! Ekki gctur Imn framar sýnt börnum sínum þann vandláta og umvöndunarsama, en undireins ástríka og umhyggjusama kjærleikan, í einu orði þann viðkvæma móður kjærleikan. — En, faðir og móðir yfirgáfu mig, en þú, ó guð, yfirgafst mig ekki. Og þetta sé barnanna huggun, og vor huggun með tilliti til þeirra, að guð, sá sem allt gjörir yfrið vel, gleymir eingum og yfirgefur eingan. Hann, sem að vísu er vand- látur guð, en undireins kjærleikurinn sjálfur, hann veri með þeim á lifsins leið og gjöri þau hluttakandi síns kærleika, sem betri er, enn kærleiki föður eöa móður; hann láti einnig á þeim sannast, að allt, hvað hann gjörir, er yfrið gott. Jeg get ekki annað, enn hér minnst hinnar margreyndu móður, sem hér hefir átt á bak að sjá elskaðri dóttur, og sem reyndist einnig mér góð móðir, þá jeg var fátækur og fjærri mínum. — *) Ræður við úttör skólapilts F. B. Thorareusens, Rvík 1848, bls. 7-S.


Frú Guðrún Þorgrímsdóttir

Höfundur
Ár
1860
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Frú Guðrún Þorgrímsdóttir
http://baekur.is/bok/59fc5b4a-55b2-4aed-8f4c-9723a104aa95

Tengja á þessa síðu: (17) Blaðsíða 13
http://baekur.is/bok/59fc5b4a-55b2-4aed-8f4c-9723a104aa95/0/17

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.