loading/hleð
(18) Blaðsíða 14 (18) Blaðsíða 14
14 Guð veri ineð henni. Hann hug-gi hana í þessurn harmi, sem nú hefir henni aö höndum borið, og gefi henni því meiri gleði af börnunum, sein hún eptir á; hann hjálpi henni það eptir er, bæði í lífi og dauða. Guð huggi einnig systurina, þó margmæddu konu, sem átt hefir á bak að sjá svo mörgum ástvinum, elskulegum föður, ást- ríkum manni og mörgum börnum, og sem nú hér á meðal vor harrnar sína einustu ástkæru systur, er hún, þó leiðirnar skildu um stund, samt leingst af varð samferða á Iífsins vegi. — Trúlega létti hún undir. byrði systur sínnar í því, sein hún mátti, — nú Iétti guð hennar byrði, sorganna byrði, lífsins byrði, og þegar hann algjört afléttir allri byrði, þá gefi hann henni sælan samfund með öllum hennar sofnuðu vinum í sínu himneska ríki. Guð huggi alla hina adra, sem hér harma, já hann huggi oss alla og hjálpi oss öllum sainan mest og best þá, þegar oss mest á liggur; Hann veri með oss á öllum vorum vegum, en vér viljum gefa gætur að hans vegum, og gefa honum dyrðina, hvort sem liann sendir oss blítt eða strítt, auðmjúklega viðurkenn- andi, að allt, hvað hann gjörir, er yfrið gott. Með þessari viðurkenníngu vil jeg enda, — jeg vil enda það, sem jeg hefi talað á þessari mæðustund, með viðurkenníngu og bæn þess manns, sem vissulega vissi, hvað mæða er. En þetta er hans viðurkenníng og bæn: það er svo margt og mikilsvert, minn drotlinn, sem þú hefir gjört, mig við um mína daga; allt var það gott, jeg þakka þér; þín forsjón mild útbýtti mér, því, sem best hér nam haga. Faðir! Faðir! veiti lið mér, það eptir er, og öllum líka, Guðdómur þínn og gæðskan ríka. Amen. 1 J. N. Amen.


Frú Guðrún Þorgrímsdóttir

Höfundur
Ár
1860
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Frú Guðrún Þorgrímsdóttir
http://baekur.is/bok/59fc5b4a-55b2-4aed-8f4c-9723a104aa95

Tengja á þessa síðu: (18) Blaðsíða 14
http://baekur.is/bok/59fc5b4a-55b2-4aed-8f4c-9723a104aa95/0/18

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.