loading/hleð
(21) Blaðsíða 17 (21) Blaðsíða 17
17 Hve góð móðir hún var, hve viðkvæm, hve innilega hún elskaði börn sin, — eins og þau líka aptur elskuðu hana, — hve annt hún lét sér um þeirra sönnu heill, um að gleðja þau og gjöra þeim allt gott, því vona eg, ad þau af þeim, sem til vits og ára eru komin, aldrei gleimi, og bið Guð að géfa þeim náö þartil. Ekki elskaði hún þau samt svo, aö hún ekki sæi brest þeirra, að hún ekki leitaðist viö að þekkja þau sem best, til að geta lagaö það, sem áfátt var; nei, enginn gat verið umhyggjusamari enn hún um það, að þau setn best varðveittust flekklaus af heiminum, ekki spiltust af vondri umgengni, ekki heyrðu ljótan munnsöfnuð, helður mentuðust í öllu góöu, venðust sem best, og eg vona til Guðs, að það hér eptir, eins og hingað til, muni bcra hjá þeim heilla- ríkan ávöxt. Já, eins og hún sjáll' hafði átt þá foreldra, sem flestum fremur létu sér annt um uppeldi barna sinna, Iétu sér annt um, að þau til munns og handa lærðu allt, sem gat verið þeim til gagns og prýðis í lífinu, eins vildi hún einnig i þessu sem öðru Ieitast við að feta í þeirra fótspor. Hvílíkur maki hún var, þar um sé mér að eins leift at segia þetta: að svo sannarliga sem það er mikiö lán, aö eiga þá konu, sem hvervetna er í miklum metum fyrir hverskyns kvennprýði, sem hvetur til alls góðs, hvervetna vill kofna fram til alls góðs, sem varar við öllu, sem miður er, sem af hiarta elskar alla reglu- semi og góða siðu, sem þegar á reynir, reynist best, sem ekkert má vita ama að þeim, sein hún hafði gefið hiarta sitt, sein er vakin og sofin í að uppala börn sín til guðhræðslu og góðra siða, og gjörir allt, sem hún getur, til þess að allt á heimilinu fari sem best og sómasamlegast fram, — þá liefi eg átt þessu láni að fagna, og þakka góðum Guði þar fyrir. í einu orði, eins og atgjörfi sálar og líkama var mikið, eins var það líka vel brúkað. Gáfurnar lil munns og handa vóru ágætar, og eins og hún hafði mikiö gaman af að líta í bók, og skildi og mundi vel það, scin hún Ias, og var fróð, eins var hún líka vel að sér í hverskyns handiðnuin. og miög vandvirk, og lét það ekki forsóinast, sem gjöra þurfti. Líkaminn var fagurlega myndaður, en heldur veikbyggður, og mörg seinustu ár æfinnar var heilsan miög lin, svo að segja mátti, að hún þá opt drógst á felli meir of vilja enn mætti, og má eg þó með þakklæti viðurkenna, eins og hún líka sjálf gjörði það, að allt var reynt, sem varö. henni til heilsubótar. 2


Frú Guðrún Þorgrímsdóttir

Höfundur
Ár
1860
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Frú Guðrún Þorgrímsdóttir
http://baekur.is/bok/59fc5b4a-55b2-4aed-8f4c-9723a104aa95

Tengja á þessa síðu: (21) Blaðsíða 17
http://baekur.is/bok/59fc5b4a-55b2-4aed-8f4c-9723a104aa95/0/21

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.