loading/hleð
(8) Blaðsíða 4 (8) Blaðsíða 4
hægt að sjá, að vegir drottins eru miskun og trúfesti; en hversu kröptuga trú þarf til að sjá f)að, þegar hinn látni hverfur svo úr heiininum, að ástríkur maður sér ekki framar elskaða koriu; þegar börn, sem eru búin að Iæra að elska foreldra sína, en ekki að reyna mæðu lífsins, sjá ekki framar hjartkæra móður; þegar systir sér á bak systur, er stjórn drottins hafði látið hlotnast að búa saman, og þannig tengt minning æskuáranna saman við reynslu og * mæðu fullorðins áranna; þegar aldraðir vandamenn sviptast ræktar- fullri elskaðs náúnga aðhjúkrun; {)egar fjarlæg inóðir getur ekki lengur, í einstæðings skap sínum, sagt þessi orð í sömu þýðingu og fyrr: jeg lííi og hún mun lifa; þegar fjölmennt heimili sér góða hússmóður skipta heimilisstjórninni við kyrrd og einveru grafarinnar; þá þurfum vér, veikar mannskepnur, styrk frá þér guð minn! ef vér eigum að geta séð miskunsemi þína í gröfinni og trúfesti þína í rotnuninni. En þessi sorgarorð eru ekki ný fyrir eyrum yðar, syrgjandi ástvinir; hin þrotna heilbrigði, hinn söttþjáði líkami og hinn deyjandi munnur, hafa fyrir laungu sagt: innanskamms mun heimurinn ekki sjá mig framar, hafa sagt það svo skýrt og Ijóst, að heiinurinn hefir heyrt það. En ó þú heimur! hversu tilfmningarlaus ertu fyrir högum hinna sjúku og sáru, er segja þessi orð; þú sinnir ekki öðrum en þeim, sem lifa eingaungu í framkvæmdinni og nautninni, því slíkt líf gjörir ráð fyrir því, að þú sjáir sig Iengi, þó opt bregði út af því, en hina deyjendu skoðar þu eins og fénað rekinn til slátrunar. En hvernig sem heimurinn lítur á þetta, er það þó hin lærdóms- rikasta og veglegasta sjón fyrir guðhrædda vandamenn, já! fyrir sérhvern þann, sem getur tekið þátt í kjörum annara, og hefur ekki holdið fyrir sinn arm, að sjá þrekmikla sál í veikum líkama, gjöra skylduverk sín til hins ýtrastá, að sjá hina lémagna hönd, er sjálf þarf hjúkrunar, hjúkra og annast ósjálfbjarga lífs afkvæmi, að sjá þá, er þurfa nærgæta umönnun nánustu vandamanna, bera aptur umhyggju fyrír þeim, med fullri greind og ráðdeild, til hinnar seinustu stundar. Sú sjón ber vitni um, að guðs börn hafa meiri og veglegri hreysti til að byggja upp, en heimsins börn til að brjóta niður. Sú sjón hefur án efa, syrgjandi ekkill! styrkt þig til að bera krossinn með þínum sálaða ektamaka, með þeirri þolinmæði og nærgætni, er nú þegar verður endurgoldin þér, með friði rósamrar samvizku og meðvitundinni um velþóknun guðs. Sú sjón hefur án efa syrgjandi ástvinir! gjört yður þá tilhuxun


Frú Guðrún Þorgrímsdóttir

Höfundur
Ár
1860
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Frú Guðrún Þorgrímsdóttir
http://baekur.is/bok/59fc5b4a-55b2-4aed-8f4c-9723a104aa95

Tengja á þessa síðu: (8) Blaðsíða 4
http://baekur.is/bok/59fc5b4a-55b2-4aed-8f4c-9723a104aa95/0/8

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.