loading/hleð
(13) Blaðsíða 13 (13) Blaðsíða 13
SJOL Við peysuföt og upphluti báru konur utanhafnar slegin sjöl úr mis- munandi þykkum ullarefnum eítir því hvort um sumar- eða vetrar- sjöl var að ræða. Sjöl til notkunar hversdags voru oft einlit, en einnig tíðkuðust til dæmis köflótt og rönd- ótt sjöl og útofin sjöl með samlitu rósamunstri. Oftast munu sjölin hafa verið grá, brún eða svört, stundum tvíbyrð, ljósari og dekkri, og mátti þá láta hvort borðið sem var snúa út. Þessi sjöl voru um 1,60 til 1,75 m á hvorn veg auk kögurs sem gat verið frá 5 til 15 cm á breidd. Stundum munaði 10 til 15 cm á lengd og breidd sjals. Sjöl þessi voru brotin til helminga þversum og síðan brotið um 10 cm inn af þeim að ofan. Viðhaínarsjöl voru helst alsvört kasmírsjöl og frönsk sjöl (Paisley sjöl); voru frönsku sjölin ýmist sí- munstruð eða, sem algengara var, með bekkjum utan með og svörtum grunni í miðju. Sjöl þessi voru oft- ast tvöföld, sem kallað var, um 3,20 til 3,30 m að lengd og um 1,50 til 1,65 m á breidd, að viðbættu um 12 til 18 cm löngu kögri, ýmist til end- anna eða allt um kring. Voru tvö- földu sjölin tvíbrotin, fvrst til helm inga þversum og síðan aftur brotið verulega niður á þau þannig að rétt sídd fengist, og var ýmist brotið inn af eða út af eítir því hvort betur þótti fara (sjá myndir bls. 15 og 16), og auk þess var einnig brotið aðeins inn af þeim aftur að ofan eins og á hversdagssjölunum. Sjöl voru oft næld saman með sjalprjóni á vinstra barmi. Elsa E. Guðjónsson. 13


Íslenskir þjóðbúningar.

Höfundur
Ár
1978
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
18


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Íslenskir þjóðbúningar.
http://baekur.is/bok/5d3b6499-1a83-40fa-9d05-ec5285ef4528

Tengja á þessa síðu: (13) Blaðsíða 13
http://baekur.is/bok/5d3b6499-1a83-40fa-9d05-ec5285ef4528/0/13

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.