loading/hleð
(6) Blaðsíða [4] (6) Blaðsíða [4]
Um mann og mynd A þeirri öld nam myndlistin ísland. Þjóð, sem átti bókmenntir og brot úr tónlist, eignaðist á tuttugustu öld eigin myndlist. Vitur maður hefur sagt, að íslenzka þjóðin hafi verið rænd kapítula úr sögu sinni, tímabilið frá Jóni Sigurðssyni til lýðveldisstofn- unar sé unga fólkinu hulinn heimur. Gunnlaugur Blöndal listmálari haslaði sér völl og vann sitt megindags- verk á þeim árum. Menntamálaráð Islands efnir nú til yfirlitssýningar á verkum hans, vill gjalda ógoldna skuld og vekja æsku landsins til vitund- ar um mikinn listason þjóðarinnar. Þessi málari hinna heitu skapsmuna er fæddur í hjarnlandinu við heimskautsbaug, hann sá fyrst dagsins ljós í smábýlinu Sævarlandi á Mel- rakkasléttu. Það var 27. ágúst árið 1893. Tveggja ára flutti hann til Hvammstanga við Húnaflóa. Ungur kynntist hann þar opnu og úfnu hafi. — Síðan hefur hafið átt hug hans. Það túlka myndir hans af sjón- um og fólki við sjávarstörf svo ótvírætt, að ei verður um villzt. Hann ætlaði aldrei að verða annað en listamaður. Eftir nokkurra ára dvöl í Reykjavík var haldið út til listnáms. Farareyrir var naumur. Fá- einir örlátir listunnendur skutu saman 10 krónum á mánuði hver og lögðu vonarpeninginn í útgerð þess unga listamanns. Hann hafði teikn- að frá því hann lærði að draga til stafs, en litameðferð kunni hann ekki og málverk sá hann fyrst, er hann kom tólf ára gamall til Reykjavíkur. í byrjun ófriðarins mikla, síðla hausts árið 1915, ýtti Gunnlaugur Blöndal úr vör og sigldi til Kaupmannahafnar. Skipið kom við í Edin- borg og þar sá Blöndal í fyrsta sinn málverkasafn. Sú sýn nam huga hans og staðfesti trú hans á köllun listarinnar. Næsta ár hélt hann til Osló og innritaðist á listaskóla borgarinnar. Christian Krogh var lærimeistari


Gunnlaugur Blöndal

Ár
1961
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
20


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Gunnlaugur Blöndal
http://baekur.is/bok/61040c7b-68fa-4e77-a59a-34fc9975f6eb

Tengja á þessa síðu: (6) Blaðsíða [4]
http://baekur.is/bok/61040c7b-68fa-4e77-a59a-34fc9975f6eb/0/6

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.