loading/hleð
(7) Blaðsíða [5] (7) Blaðsíða [5]
hans. Dvaldi hann þar í tvö ár. Ekki hafði hann stundað skólaámið nema eitt ár, þegar fyrsta myndin var sýnd eftir hann á opinberri sýningu, og lauk snillingurinn Krogh lofsorði á hana í blaðagrein. Svo lánlega vildi til, að sýning franskra málverka var haldin í Osló á þessum árum og gafst Blöndal tækifæri til þess að skoða hana. Matisse og Renoire áttu þar myndir og höfðu þær varanleg áhrif á unga íslenzka málarann. — Þetta var forsmekkurinn af París og franskri málaralist. Árið 1923 hélt Gunnlaugur Blöndal til fyrirheitna landsins. í París dvaldi hann að því sinni í 4 ár. Það var tími mikillar fátæktar, sem ávaxt- aði mikinn listaauð. Hann var í læri hjá Leger og Andre Lothe. Hann gekk á söfn. Heillaðist af manneskjumyndum E1 Gregos og tækni Picassos og honum lærðist að mála konur. Blöndal skóp sinn stíl, heitir litir, breið- ir pensildrættir, einföld lína — boglína. Myndirnar mörkuðust ekki af suð- rænu mistri Parísarborgar, heldur af heiði norðursins. Útlegð eggjar til ættjarðarástar, — og þó er Gunnlaugur Blöndal ef til vill einn rnestur heimsborgari íslenzkra listmálara. Árið 1924—1925 dvaldi hann á Ítalíu og þar kynntist hann Titian varanlega. Féð þraut og Blöndal fór heim og málaði. Frá þeim árum er ein fyrsta mannamynd hans, af Sveinbirni tónskáldi Sveinbjörnssyni. Enn brá hann sér til Parísar og var þar um kyrrt 1932—1933. Var hann þar samtímis Einari Benediktssyni, og frá þeim tíma eru mörg frumdrög hans að myndum af þjóðskáldinu. Gunnlaugur Blöndal hefur síðan lengstum haft búsetu á íslandi, enda þótt honum hafi verið tíðförult til suðlægari landa, bæði til þess að halda sýningar og viða að sér yrkisefni. Það hafa verið gerðar margar tilraunir til þess að skilgreina list og skal hér litlu við aukið. Að viti þess, sem þetta ritar, er list margs konar. Fyrst og fremst er list það, sem lifir. Líka er til list líðandi stundar. Gunn- laugur Blöndal hefur gefið okkur hvorutveggja, þegar hann hefur verið í sköpunarham. Á þessari sýningu getur að líta áræðnar og ólgandi mynd- ir, hófstillt litasamspil mikillar yfirvegunar og kunnáttu og ljóðfagran leik með liti.og línur. Myndir hans eru í senn skáldskapur og veruleiki. Hans höfuðstafir og stuðlar eru lína og litir og efnið lifandi manneskjur, mold og mar. Sumir telja, að list eigi að flytja boðskap. List Gunnlaugs Blöndals flytur mikilsverðan boðskap einlægs og óbrotins hjartalags, — boðskap fegurðarinnar. BIRGIR KJARAN.


Gunnlaugur Blöndal

Ár
1961
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
20


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Gunnlaugur Blöndal
http://baekur.is/bok/61040c7b-68fa-4e77-a59a-34fc9975f6eb

Tengja á þessa síðu: (7) Blaðsíða [5]
http://baekur.is/bok/61040c7b-68fa-4e77-a59a-34fc9975f6eb/0/7

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.