loading/hleð
(24) Blaðsíða 24 (24) Blaðsíða 24
andi þátttakendur síiðandi nátturu, sem öðlast nýtt gildi við hvern nýjan skugga eða sólarblett. Menn, og jafnvel hús, detta ekki inn í myndina og daga þar uppi, eins og oft má sjá, heldur verða hjá honum vinir umhverfisins, samgrónir því. Constable dó 1. apríl 1837 í London, — einn sannasti og fínasti listamaður, sem Bretar hafa átt. 22 HÚS í SUFFOLK. Olía, léreft: 18X31. 23 GÓÐVIÐRISDAGIJR. Olía, pappír límdur á tré: 21,5X*)-3. Úr eigu Mr. Hugh, dóttursonar listamannsins. TURNEQ (1775—1851) Joserph Mallord William Turner er fæddur í Covent Garden í London, 23. apríl 1775, sonur fátæks rakara. Þegar á barnsárum kom listhneigð hans glöggt fram, og til þess að hagnast eitt- hvað á þessari gáfu sonar síns, lét Turner gamli hann lita kop- arstungur og seldi þær á rakarastofu sinni fyrir 4 pence stykkið. Hann naut Iítillar uppfræðslu í æsku, sem hamlaði honum mik- ið, ekki sízt, er hann varð síðar prófessor við akademíið, því vart má segja, að hann hafi nokkurn tíma orðið skrifandi. ,,Það eina, sem faðir minn kenndi mér og hrósaði mér fyrir“, sagði hann síðar, „var, þegar mér tókst að spara hálft penny“. Snemma vildi það honum til happs, að dr. Munro, mikill list- vinur og safnari, réði hann til sín, ásamt Girtin, til þess að gera teikningar og vatnslitainyndir af sagnfrægum stöðum og byggingum, — ljósmyndavélin var ekki enn komin til sögunn- ar, — en ekki síður til þess að gera eftirmyndir af vatnslita- myndum J. R. Cozens frá Italíu. Verk þetta unnu þeir félagar af mikilli nákvæmni og elju, og varð það Turner sá skóli, þar sem hann lærði alla hina fljúgandi tækni vatnslitanna, sem seinna hafa vakið undrun alls heimsins. Hér gætti ekki síður áhrifa Girtins, sem var honum miklu þroskaðri, þótt þeir væru jafnaldrar, enda sagði Turner eitt sinn, þótt ekkert væri fjær honum en að hæla nokkrum manni: „Hefði Girtin lifað, mundi ég hafa so!tið“, en hann varð aðeins 27 ára gamall. 1789 varð Turner nemandi við akademíið, og ári síðar sýnir hann fyrstu mynd sína opinberlega, en jafnframt því gerir hann 24


Nokkur gömul málverk

Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Nokkur gömul málverk
http://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e

Tengja á þessa síðu: (24) Blaðsíða 24
http://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e/0/24

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.