loading/hleð
(13) Blaðsíða 9 (13) Blaðsíða 9
9 sitt æfiskeiö, þegar hann lætur hinn siöasta dag upp- renna yfir þeim, sem hér ekki höfÖu neins betra aö vænta, ekki eptir nokkru að bíða, þá er slik burt- köllun vön að fá næsta lítið á oss, og þegarþannig við ber, er það opt hardtnær sú eina hugsan, sem hjá oss vaknar, að eptir náttúrunnar niðurröðun, lilut- anna gángi, sé þetta nú einusinni þannig tilsett og hljóti: þannig að ske. En svo á þetta ekki aðvera; því ef rétt er aðgáð, þá veitir líka — og það ekki hvað sízt — burtkallan þeirra, sem héðan kallast í hárri elli, margfaldt efni til alvarlegra íhugana, og liverr, sem ekki er of athugaiaus, hann fær ekki svo litið til grafa slikra, að hjá honum ekki vakni guð- rækilegar trega tilfinnanir. 5annig er einnig nú fyrir oss ástadt, er vér stöndum hér yfir moldum kristinnar meðsystur, sem eptir lángt, lieiðurlegt, uppbyggilegt líf frá oss flutti, eptir að flestir þeirra, sem með henni höfðu uppalizt, voru héðan farnir, lífsins gleði hætt að smakkast henni og hún því nær alveg liafði dregið sig út úr heiminum og lifði hér á því heiðursverða heimili, hvaðan vér nú fylgðum líki liennar híngað í guðs hús, því fyrsta, sem komið liefir undir þak þetta ept- ir seinustu umbót þess. Jví þó að hennar jaröneski viðskilnaður ekki fái eins á lijörtu vor, ekki einu- sinni á hjörtu þeirra, sem henni stóðu næst, eins og ef öðruvísi hefði á staðið; já, þó vér ekki getum annað, en samfagnað hennar lausn undan lífsins oki og af hjarta unnt lienni þeirrar hvíldar, sem hún nú fengið hefir, eptir liðugra 70ára dvölhér ájörðu, þá fáum vér samt ekki frá oss hrundið þeim söknuði blönduðu gleði - tilfinnunum, þeim alvarlegu hugsun- um, sem við þetta atvik rétt ósjálfrádt hjá oss vakna. 5ví— segið mér, kærir vinir! þér, hæstvirdtu börn og tengdaböru hinnar framliðnu! Segið mér:


Ræður við jarðarför kaupmannsekkju Margrétar Andreu Knúdsen

Ár
1851
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
24


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ræður við jarðarför kaupmannsekkju Margrétar Andreu Knúdsen
http://baekur.is/bok/64dec0c5-0e77-4a64-a7f0-d4a3bcd06cff

Tengja á þessa síðu: (13) Blaðsíða 9
http://baekur.is/bok/64dec0c5-0e77-4a64-a7f0-d4a3bcd06cff/0/13

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.