loading/hleð
(21) Page 15 (21) Page 15
15 Öll þau lög, sem varna konum að ná þeirri stöðu, sem skynsemin vísar beuni á, eða sem setja þœr á lægra stig en karlmenn, eru gagnstæð hinu mikla boðorði náttúrunnar og því ógild með öllu. Konur eru jafningjar karlmanna, og svo ætlaðist skapar- inn til að þær yrðu, enda krefur velferð mannkynsins, að þær sjeu skoðaðar þannig. Konur í þessu landi ejga að fá þá uppfræðslu, sem sam- svarar lögum þcim, er þær lifa undir, svo að þær hvorki aug- lýsi framar fyrir almenningi niðurlæging sína með því, að segjast vera ánægðar mcð núverandi stöðu sína í mannfjelag- inu, nje fávizku sína með því, að fullyrða, að þær baí'i öll þau rjettindi, er þær þuríi. Það er sjálfsögð skylda karlmanna, svo framarlega sem þeir telja sig konum fremri í þekkingu, en játa, að þær taki karlmönnum fram að siðgæði, að hvetja konur til að prjcdika í öllum trúarfjelögum, svo sem þeim er unnt. Sú dyggð og bátlprýði, sem heimtuð er af konura, skal alveg eins vera beimtuð af karlmönnum, og sömu brot skulu sæta sömu refsingu, jafnt karla sem kvenna. A þeim, sem með návist sinni uppörfa konur til þess, að leika á leikhúsum, syngja á sönghöllum eða sýna fimleika fyrir almenningi, situr það mjög illa að segja, að það sje ósiður og óbæfa, að konur skýri frá skoðunum sínum og tali í heyranda hljóði. Konur bafa allt of lengi látið sjer lynda þau bönd, sem spilltir siöir og rangsnúnar tilvitnanir til ritningarinnar bafa lagt á þær, og nú er tími kominn til fyrir þær, að gjöra verkahring sinn eins stóran og skaparinn befur ætlazt til. fað er skylda kvenna í þessu landi að reyna að fá kosn- ingarrjett lil löggjafarþings; hann er þeirra lögleg eign, er þær aldrei bafa af sjer brotið. Jafnrjettið er nauðsynleg afleiðing af vissunni um, að karlar og konur sje jafningjar bvers annars, bæði að bæíileik- um og ábyrgð.


Um frelsi og menntun kvenna

Year
1885
Language
Icelandic
Pages
44


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Um frelsi og menntun kvenna
http://baekur.is/bok/682ce388-d921-4f93-9183-180e0540fd8c

Link to this page: (21) Page 15
http://baekur.is/bok/682ce388-d921-4f93-9183-180e0540fd8c/0/21

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.