loading/hleð
(26) Page 20 (26) Page 20
20 meira en jeg — og er jeg þó eigi kona? Jeg get unnið eins mikið og hver karlmaður og borðað eins mikið, ef jeg fæ það, og jeg get þolað eins mörg svipuhögg! Og er jeg þó eigi kona? Jú, jeg hef átt 13 börn, og liest þeirra hafa að mjer áhorf- andi verið seld sem þrælar. l5egar jeg kveinaði undan kvöl- unum, þá var það enginn nema Jesús, sem heyrði mig. Og er jeg þó eigi kona? Maðurinn þarna talaði um þetta, sem menn hafa í höfð- inu; hvað kalla þeir það? (»Mannvit« var hvíslað). Já, það var það. En hvað kemur það við rjetti kvenna og rjetti svertingja? Ef mitt ílát er einungis lítill bolli, en þitt heil kanna, áttu þá að sýna mannvonzku og banna mjer að fylla minn litla bolla«? þá hvessti hún augun á prestinn, sem hafði talað um mannvitið, svo að hláturinn ískraði niðri í fundarmönnum. »Svo var þarna lítill maður á svörtum fötum, sem sagði, . að kvennmenn ættu eigi að hafa sömu rjettindi og karlmenn, af því að Kristur hefði eigi verið kvennmaður. En hvaðan kom þá Kristur? Hvaðan kom þinn Kristur«? Hin mest drynjandi þrumurödd hefði eigi baft jafnmikil áhrif á menn og þessi dimma grafarrödd. Hún teygði sig upp: »Hvaðan kom þinn Kristur? Líklega frá guði og konu«. Litli maður- inn á svörtu fötunum varð helmingi minni og ætlaði alveg ofan í jörðina. Nú snjeri húu sjer að öðrum mótstöðumanni og fór að verja Evu. Hún var hnittin, fyndin og hátíðleg í ræðu sinni, og næstum við hverja setningu klöppuðu menn og hrópuðu gleðióp fyrir benni. Hún lauk máli sínu með því, að fullvissa menn um, að ef hin fyrsta kona, er guð skapaði, hefði getað umturnað öllum heiminum, þá mætti að líkindum búast við, að allar þessar konur (um leið leit hún á for- stöðukonurnar), gætu sett hann í lag aptur; og »þegar þær biðja um leyfi til þess að gjöra það, þá ættu karlmennirnir eigi að hindra þær frá því. Jeg þakka fyrir eptirtekt yðar, og nú hefur gamla Sojourner eigi meira að segja«. Undir þrumanda gleðiópum fór hún aptur til sætis síns,


Um frelsi og menntun kvenna

Year
1885
Language
Icelandic
Pages
44


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Um frelsi og menntun kvenna
http://baekur.is/bok/682ce388-d921-4f93-9183-180e0540fd8c

Link to this page: (26) Page 20
http://baekur.is/bok/682ce388-d921-4f93-9183-180e0540fd8c/0/26

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.