loading/hleð
(27) Page 21 (27) Page 21
21 og margar af okkur 9to'ðu með tárin í augunum og þakklæti í lijörtunum yfir því, að hún tók okkur í sína sterku arma og bar oss yfir torfærurnar og steinana, sem kastað hafði verið í veginn fyrir okkur«. Eins og auðsjeð er á þossu, var Sojourner vel mælsk, enda er það auðsjeð á nokkrum fieiri ræðum, sem eru í »Hi- story of Woman Suífrage». Hún hafði verið ambátt í ríkinu New York; hún minnist á þetta sjálf í ræðu, sem hún hjelt rjett eptir þrælastríðið, þar sem hún segir: »Jeg er nú orðin meira en 80 ára gömul og komin á grafarbarminn. Jeg hef verið þrælkuð í 40 ár, og haft frelsi í önnur 40, og mundi nú jafnvel vilja lifa í 40 ár enn, ef vjer fengjum jafnrjetti fyrir alla«. Hún kunni hvorki að lesa nje skrifa, en var gáfukona mesta. Ilarriet Beecher Stowo talar um hana í sín- um nafnfræga róman: »Uncle Toms cabin« og kallar hana þar »Lybian Sibyl«. Hún lifði enn 1883 í Michigan og var þá 110 ára gömul. Konur í Ameríku lijeldu áfram fundarhöldum sínum, en 10 árum síðar var þrælastríðið byrjað. Forvígiskonur kvenn- frelsisins vildu og eindregið hafa frelsi þrælanna fram. Ee- publikanar máttu hafa sig alla við, til þess að sigra demókrata, er vildu halda svertingjum í þrældómi, og voru þeir því mjög vingjarnlegir við kvennfrelsismenn og studdu mál þeirra. Svo kom stríðið. Konurnar studdu mál republikana. Mörg hundruð konur fóru í karlmannsföt og börðust hraustlega í orrustum. Ef hið sanna komst upp, voru þær að vísu vanalega sendar heim; en ein kona, Carolina Cushmann, sem þetta komst upp um, var þó eigi send heim; gerði stjórnin hana að major.—Mörg þús- und konur fóru með hernum til þess að hjúkra að særðum hermönnum, og kvennmenn höfðu staðið fyrir því, að koma á stofn spítölum 1 herbúðunum, og sjá um aðhjúkrun á særðum mönnum. Fyrir þessu stóð einna helzt Dr. Elizabeth Black- well, er jeg síðar mun minnast á.—það er nú fullsannað, að það var Anna Ella Carroll1, sem lagði ráð á, hvernig herför skyldi i) I blaði einu í Bandaríkjunum (National Citizen) stendur þetta í sept.


Um frelsi og menntun kvenna

Year
1885
Language
Icelandic
Pages
44


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Um frelsi og menntun kvenna
http://baekur.is/bok/682ce388-d921-4f93-9183-180e0540fd8c

Link to this page: (27) Page 21
http://baekur.is/bok/682ce388-d921-4f93-9183-180e0540fd8c/0/27

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.