
(23) Blaðsíða 21
tryggja öllum sem jafnasta möguleika gagnvart réttarkerfinu, óháð efnahag og
öðrum ytri aðstæðum.
Umræðan um kynferðislegt ofbeldi og áhrif þess eru nátengd allri umræðu um
kvenfrelsi og jafnrétti. Kvennalistinn hefur sem stjórnmálaafl átt mikinn þátt í að
vekja athygli samfélagsins og stjórnvalda á alvarleika og umfangi þessara afbrota.
Eitt skýrasta dæmið um áhrif Kvennalistakvenna til úrbóta í þessum málaflokki er
þingsályktunartillaga sem þingkonur Kvennalistans fluttu árið 1984 þar sem lagt
var til að skipuð yrði nefnd til þess að kanna rannsókn og meðferð nauðgunar-
mála. Nefndinni var einnig ætlað að koma með tillögur til úrbóta. Tillagan var
samþykkt á Alþingi vorið 1984 og stuttu síðar var skipuð sex manna fagnefnd til
þess að vinna að málinu. Nefndin lauk störfum með útgáfu ítarlegrar skýrslu árið
1989. Helstu tillögur nefndarinnar voru m.a. að koma á neyðarmóttöku fyrir
fórnarlömb nauðgana og verulegar breytingar á hegningarlögum sem flestar voru
teknar í lög árið 1992. Nefndin lagði einnig til breytingar á meðferð opinberra
mála m.a. í því skyni að draga úr skaðlegum áhrifum brots og málsmeðferðar á
brotaþola. Illa hefur gengið að koma þeim breytingum á sem nefndin lagði til að
gerðar væru. Ríkisábyrgð á bótum til þolenda kynferðisafbrota er eitt þeirra mála
sem Kvennalistinn hefur margoft þrýst á og hillir nú undir að verði að veruleika.
Réttarstöðu þolenda í ofbeldisbrotum er þó enn ábótavant. Brýnt er að auka réttar-
vernd með því að tryggja fortakslausan rétt þolenda ofbeldisbrota til lögfræði-
aðstoðar, endurgjaldslaust. Einnig að þolendur fái upplýsingar um alla málsmeð-
ferð á öllum rannsóknar- og dómsstigum. Kvennalistinn hefur einnig knúið á um
aukna fræðslu um kynferðislegt ofbeldi, ekki síst fyrir þá sem starfa í refsivörslu-
kerfinu. Einnig er brýnt að auka fræðslu í skólakerfinu um ofbeldi og afleiðingar.
Viðhorf almennings til þessa málaflokks hafa vissulega breyst á sl. tuttugu
árum. Einnig hafa breyst viðhorf fagfólks og annarra sem starfa náið með slík mál-
efni. Nokkurrar tregðu virðist þó enn gæta í refsivörslukerfinu varðandi þessi mál.
Illa gengur t.d. að fá heimilisofbeldi skilgreint og meðhöndlað eins og annað of-
beldi. Fjölgun kvenna innan lögreglu og dómskerfis myndi verða til verulegra bóta
fyrir þann stóra hóp þolenda sem því miður verður fyrir ofbeldisbrotum í sam-
félaginu. Kvennalistinn telur sérstaka nauðsyn á að komið verði upp þverfaglegum
hópi sem vinnur að yfirheyrslum og gagnasöfnun varðandi börn sem verða fyrir of-
beldisglæpum. Ábyrg fræðsla um ofbeldi og afleiðingar þess getur leitt til við-
horfsbreytinga og komið í veg fyrir sum ofbeldisbrot. Þá vill Kvennalistinn að
kæruskylda hvíli á lögreglu- og ákæruvaldinu í ofbeldismálum.
Brýnt er að komið verði á góðri löggjöf um opinbera réttaraðstoð og fullnægja
þar með þeim grundvallarmannréttindum að allir séu jafnir að lögum. Þannig er
hægt að tryggja að allir eigi, án tillits til efnahags, kost á sambærilegri málsmeð-
ferð til að sækja rétt sinn eða verja gagnvart stjórnvöldum eða einstaklingum. Á
meðan launamisrétti ríkir milli karla og kvenna standa konur verr að vígi en karlar
til að ná rétti sínum nema þær eigi kost á opinberri réttaraðstoð. Kvennalistinn
hefur vakið máls á þessu með ýmsum hætti, m.a. með frumvarpi til laga um sér-
staka lögfræðiaðstoð fyrir tekjulága einstaklinga í þeim málum sem varða
hjúskap, sambúð og sifjaréttindi. Einnig er brýnt að auka almenna fræðslu um
réttarstöðu fólks, t.d. muninn á vígðri og óvígðri sambúð.
21
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Blaðsíða 49
(52) Blaðsíða 50
(53) Blaðsíða 51
(54) Blaðsíða 52
(55) Blaðsíða 53
(56) Blaðsíða 54
(57) Blaðsíða 55
(58) Blaðsíða 56
(59) Blaðsíða 57
(60) Blaðsíða 58
(61) Blaðsíða 59
(62) Blaðsíða 60
(63) Blaðsíða 61
(64) Blaðsíða 62
(65) Blaðsíða 63
(66) Blaðsíða 64
(67) Kápa
(68) Kápa
(69) Kvarði
(70) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Blaðsíða 49
(52) Blaðsíða 50
(53) Blaðsíða 51
(54) Blaðsíða 52
(55) Blaðsíða 53
(56) Blaðsíða 54
(57) Blaðsíða 55
(58) Blaðsíða 56
(59) Blaðsíða 57
(60) Blaðsíða 58
(61) Blaðsíða 59
(62) Blaðsíða 60
(63) Blaðsíða 61
(64) Blaðsíða 62
(65) Blaðsíða 63
(66) Blaðsíða 64
(67) Kápa
(68) Kápa
(69) Kvarði
(70) Litaspjald