loading/hleð
(31) Blaðsíða 29 (31) Blaðsíða 29
tryggja mannréttindi þeirra að gefa þeim kost á menntun, bæta skilyrði þeirra t.d. varðandi vatnsöflun, takmörkun barneigna og tækifæri til að sjá sér farborða. Þar getum við íslendingar lagt miklu meira af mörkum en við nú gerum, t.d. í kennslu, heilsugæslu, atvinnusköpun o.fl., og við eigum að beina sjónum að möguleikum kvenna til sjálfshjálpar. Því miður eru mannréttindi fótum troðin í flestum ríkjum heims. í skýrslu Amnesty International fyrir árið 1994 komast 152 ríki á blað vegna mannréttinda- brota en aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eru alls 186. Mannréttindabrotin eru af ýmsum toga og misslæm. Alltof víða er þó um mjög alvarleg brot að ræða, pynting- ar, morð, dauðarefsingar, og fangelsanir fyrir skoðanir, trú eða baráttu án þess að fólk geti borið hönd fyrir höfuð sér. Ritskoðun sem beinist í vaxandi mæli gegn konum víða um heim er mikið áhyggjuefni. Við eigum að styðja frelsishreyfingar kvenna í baráttu þeirra víða um heim og beita okkur á alþjóðavettvangi gegn mannréttindabrotum og illri meðferð á konum, körlum og börnum í þágu mannúð- ar og betri heims. Andúð gegn útlendingum og ofsóknir gegn kynþáttum, trúar- og minnihluta- hópum fer vaxandi í heiminum, ekki síst í Evrópu þar sem víða hefur komið til átaka og fólk mátt sæta ofsóknum. Leiðtogafundur Evrópuráðsins, sem haldinn var í Vínarborg í október 1993, samþykkti aðgerðir til að reyna að snúa blaðinu við þannig að tryggja mætti mannréttindi minnihlutahópa og breyta því hugarfari og aðstæðum sem leitt hafa af sér bylgju nýfasisma. Þessi þróun er mikið áhyggjuefni og beinir sjónum að okkur sjálfum og því hvernig við tökum á móti útlendingum. Brýnt er að endurskoða núgildandi löggjöf hér á landi um útlendinga og að séð verði til þess að allir þeir sem hér vilja búa njóti mannréttinda, fái fræðslu um rétt- indi sín og skyldur auk þess sem boðið verði upp á fullnægjandi kennslu í ís- lensku. í tengslum við átak Evrópuráðsins þurfum við að auka skilning á menn- ingu og trúarbrögðum annarra þjóða og eyða fordómum í garð fólks sem sest hér að. íslendingar hafa samkvæmt alþjóðasáttmálum skyldum að gegna gagnvart flóttamönnum sem verða að flýja land sitt vegna átaka eða annarra hörmunga. Hér þarf að tryggja rétt flóttamanna til að skýra mál sitt og veita þeim alla nauðsynlega aðstoð meðan mál þeirra eru könnuð. Þá ber íslendingum að taka á móti hópum flóttamanna eða aðstoða þá heima fyrir ef það reynist betri kostur. Við þurfum líka að huga að stöðu mannréttinda ákveðinna hópa á íslandi, einkum kvenna, barna og fanga. Það eru mannréttindi að geta gengið um götur án þess að eiga von á árásum eða nauðgunum. Það eru mannréttindi að geta varist ofbeldisfullum eiginmönnum eða sambýlismönnum. Það eru mannréttindi að þurfa ekki að óttast menn sem eru hættulegir umhverfi sínu. Þá þarf að virða mannréttindi barna mun betur en nú er gert, veija þau fyrir ofbeldi, áhrifum ofbeldiskvikmynda og mannskemmandi tölvuleikjum. Ekki síst þarf að tryggja að börn búi við góð skilyrði og umhyggju sem auðvitað flokkast undir mannréttindi. Þá eru það mannréttindi barna að fá að umgangast báða foreldra sé það vilji þeirra og ef tryggt er að þeim stafar ekki hætta af. Staða fanga hér á landi þarfnast sérstakrar skoðunar bæði hvað varðar aðbún- að og það hvernig þeim er gert kleift að komast aftur á réttan kjöl. Nefnd Evrópu- 29
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Blaðsíða 49
(52) Blaðsíða 50
(53) Blaðsíða 51
(54) Blaðsíða 52
(55) Blaðsíða 53
(56) Blaðsíða 54
(57) Blaðsíða 55
(58) Blaðsíða 56
(59) Blaðsíða 57
(60) Blaðsíða 58
(61) Blaðsíða 59
(62) Blaðsíða 60
(63) Blaðsíða 61
(64) Blaðsíða 62
(65) Blaðsíða 63
(66) Blaðsíða 64
(67) Kápa
(68) Kápa
(69) Kvarði
(70) Litaspjald


Framtíðarsýn

Ár
1995
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
68


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Framtíðarsýn
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e

Tengja á þessa síðu: (31) Blaðsíða 29
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e/0/31

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.