loading/hleð
(36) Blaðsíða 34 (36) Blaðsíða 34
fyrst og fremst beinast að því að skapa körlum störf og er nauðsynlegt að jafna þær áherslur. Konur hafa þegar áorkað miklu með stofnun smáfyrirtækja og samvinnu á ýmsum sviðum. Með aukinni sókn kvenna á vinnumarkaðinn og þátttöku þeirra í atvinnuuppbyggingu og nýsköpun er mikilvægt að frumkvæði þeirra sé styrkt með öflugri atvinnuráðgjöf. Upplýsingar frá löndum beggja vegna Atlantshafsins sýna að vaxtarbroddur efnahags- og atvinnulífs þar felst í uppbyggingu og rekstri smáfyrirtækja. Erlendar rannsóknir sýna ennfremur, að smáfyrirtæki er það rekstrarform sem konur velja helst og er því tvímælalaust ástæða til að styrkja og hvetja konur sérstaklega til atvinnurekstrar. Hugarfarsbyltingar er þörf. Eins og málum er nú háttað er íslenskt skólakerfi ekki nægjanlega sniðið að þörfum atvinnulífsins og jafnvægi skortir milli verk- legra og bóklegra greina í skólunum. Efla þarf virðingu fyrir verklegum greinum og auka tengsl skóla og atvinnulífs og upplýsingastreymi frá atvinnulífinu til skóla í þeim tilgangi að aðlaga menntunina betur íslensku atvinnulífi. Það er grundvallaratriði að fyrirtæki beri ábyrgð á eigin rekstri og að bankar og lánastofnanir sýni ábyrgð og veiti fyrirtækjum nauðsynlegt aðhald. Ófá dæmi um ófarir vegna fyrirhyggjuleysis og fljótfærni hafa reynst þjóðinni dýr. Ábyrgð og reikningar vegna illa rekinna fyrirtækja eru iðulega yfirfærðir á ríkið sem greiðir þá með almannafé. Slíkt á ekki að líðast. Afskipti stjórnvalda af atvinnurekstri eiga fyrst og fremst að vera fólgin í að skapa skilyrði með upplýsingaöflun og ráðgjöf, markaðsleit og aðstoð við fjármögnun. Margvíslegir möguleikar eru enn vannýttir í smáiðnaði, framleiðslu hugbúnað- ar, fullvinnslu sjávarafurða, lífrænni ræktun í landbúnaði, nýrri tækni í ylrækt og fiskeldi, ferðaþjónustu, heilsurækt og umhverfismálum. Sérstaða íslands er lykil- atriði og sem dæmi má nefna að íslensk náttúra er í rauninni lifandi kennslubók og kjörinn vettvangur alþjóðlegrar vísinda- og rannsóknarstarfsemi. Það væri verðugt verkefni að koma hér á fót fleiri alþjóðlegum vísinda- og rannsóknarstofn- unum á borð við Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna og Norrænu eldfjallastöðina. Kvennalistinn vill leggja áherslu á að nýta þau gæði lands og sjávar sem íslend- ingar hafa yfir að ráða. Auðlindir okkar eru, við sem byggjum þetta land, þekking okkar og tæknikunnátta, fiskimið, náttúra landsins, jarðvarmi og fallvötn. Kvenna- listinn leggur áherslu á atvinnulíf sem tryggir gott mannlíf, virðingu fyrir náttúr- unni og framtíð komandi kynslóða. Kvennalistinn vill: 9 atvinnustefnu sem byggist á fjölbreytni, tekur mið af þörfum framtíðar jafnt sem nútíðar og er náttúrunni vinsamleg, 9 atvinnustefnu sem eykur áhrif kvenna við mótun og stjórnun, setur vel- ferð fólks í öndvegi og tekur fullt tillit til fjölskyldunnar, 9 að ráðnar verði konur til atvinnuráðgjafar í öllum landshlutum, 34
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Blaðsíða 49
(52) Blaðsíða 50
(53) Blaðsíða 51
(54) Blaðsíða 52
(55) Blaðsíða 53
(56) Blaðsíða 54
(57) Blaðsíða 55
(58) Blaðsíða 56
(59) Blaðsíða 57
(60) Blaðsíða 58
(61) Blaðsíða 59
(62) Blaðsíða 60
(63) Blaðsíða 61
(64) Blaðsíða 62
(65) Blaðsíða 63
(66) Blaðsíða 64
(67) Kápa
(68) Kápa
(69) Kvarði
(70) Litaspjald


Framtíðarsýn

Ár
1995
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
68


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Framtíðarsýn
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e

Tengja á þessa síðu: (36) Blaðsíða 34
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e/0/36

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.