loading/hleð
(38) Blaðsíða 36 (38) Blaðsíða 36
Sjávarútvegur Lífríki hafsins og sjávarbotnsins er dýrmætasta auðlind okkar og á þeirri auð- lind byggist efnahagsleg tilvera okkar. Við eigum að umgangast þessa auðlind af ábyrgð og gæta þess að ofnýta hana ekki. Nytjastofnar á íslandsmiðum eru sam- eign þjóðarinnar og þjóðin öll á að njóta afrakstursins. Aukin tækni og stækkun fiskiskipa hefur leitt til mikilla breytinga í fiskveiðum. Minnkandi fiskistofnar við landið eru staðreynd og er þar fyrst og fremst um að kenna stórvirkum veiðiaðferðum og oíveiði enda hefur oftast verið veitt umfram til- lögur fiskifræðinga. Enn er þó margt óljóst í vistkerfi hafsins. Engar haldbærar skýringar eru á því, hvers vegna klak misferst og áhrif veiðarfæra hafa lítið verið rannsökuð. Kvennalistinn telur að ýta eigi undir veiðar með vistvænum veiðarfær- um. Nauðsynlegt er að rannsaka áhrif stórvirkra veiðarfæra og meta hvort þarf að banna þau á ákveðnum svæðum. Einnig þarf í tilraunaskyni að friða þekktar hrygningarstöðvar um tiltekið árabil og skoða þá reynslu að lokinni tilraun. Stuðla ber að eðlilegri þróun lífkeðjunnar í hafinu og að hún raskist ekki vegna friðunar eða ofveiði einstakra tegunda. Þær aðferðir í fiskveiðistjórnun, sem beitt hefur verið, hafa hvorki náð þeim til- gangi að stuðla að verndun og uppbyggingu fiskistofnanna né minnka fiski- skipastól landsmanna. Með tilliti til þess er óhjákvæmilegt að endurmeta stjórn- unaraðferðirnar með langtíma sjónarmið í huga þar sem horft er til sjálfbærrar þróunar. Núgildandi fiskveiðistjórnun hefur m.a. leitt til þess að veiðiheimildir hafa safnast á fárra manna hendur. Þessi stefna hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnu- og byggðaþróun þar sem rétturinn til fiskveiða, sem öldum saman hefur verið lifibrauð fólks í sjávarþorpunum, er frá því tekinn. Kvennalistinn legg- ur til róttæka endurskoðun á núverandi fiskveiðistjórnun til að ná þeim markmið- um að þjóðin öll njóti afraksturs auðlindarinnar, tryggð sé verndun og uppbygging fiskistofnanna og fiskiskipastóll landsmanna minnki og verði rekinn á sem hag- kvæmastan hátt. Þeim fer ört fjölgandi sem taka undir hugmyndir Kvennalistans um að tengja veiðiheimildir byggðarlögum. Að fengnum tillögum samstarfsnefndar sjómanna og vísindamanna skal sjávarútvegsráðherra ákveða heildarafla hvers árs. Honum skal síðan úthlutað með tilliti til þjóðarhagsmuna og byggðasjónarmiða. Kvenna- listinn telur að skipta eigi miðunum upp í grunnsjávarmið og djúpsjávarmið. Grunnsjávarmiðin verði nýtt af íbúum nærliggjandi byggðarlaga. Stofnuð verði samstarfsnefnd sjómanna, fiskvinnslufólks, útgerðarmanna og fiskifræðinga sem geri tillögur um stjórnun veiðanna á grunnsjávarmiðunum, áætlað magn og veið- arfæri. Ákvörðun um nýtingu grunnsjávarmiða verði í höndum kjörinna fulltrúa byggðarlags. Skip með stórvirk veiðarfæri fái ekki leyfi til veiða á grunnsjávarmið- um. Gerð verði nýtingaráætlun um djúpsjávarmiðin utan ákveðinnar grunnlínu. Þeim afla, sem veiða má á djúpsjávarmiðum, skal úthlutað á skip yfir ákveðnum stærðarmörkum. Beita þarf öllum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir að fiski sé hent í sjóinn eða hann sé illa nýttur um borð eða í landi. Stefna ber að því að stórvirk frystiskip stundi veiðar sem mest utan 200 mílna 36
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Blaðsíða 49
(52) Blaðsíða 50
(53) Blaðsíða 51
(54) Blaðsíða 52
(55) Blaðsíða 53
(56) Blaðsíða 54
(57) Blaðsíða 55
(58) Blaðsíða 56
(59) Blaðsíða 57
(60) Blaðsíða 58
(61) Blaðsíða 59
(62) Blaðsíða 60
(63) Blaðsíða 61
(64) Blaðsíða 62
(65) Blaðsíða 63
(66) Blaðsíða 64
(67) Kápa
(68) Kápa
(69) Kvarði
(70) Litaspjald


Framtíðarsýn

Ár
1995
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
68


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Framtíðarsýn
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e

Tengja á þessa síðu: (38) Blaðsíða 36
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e/0/38

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.