
(4) Blaðsíða 2
Kvennalistinn er kvenfrelsisafl sem berst gegn kvenfyrirlitningu sem birtist
m.a. í ofbeldi gagnvart konum og börnum, kynferðislegri áreitni, nauðgunum,
klámi eða niðrandi tungutaki um konur, sem er óþolandi og þarf að uppræta með
öllu. Annað er brot á mannréttindum. Barátta kvenna fyrir kvenfrelsi og góðum
lífsskilyrðum kvenna og barna er einn veigamesti hluti mannréttindabaráttu um
allan heim. Allt sem getur orðið til að bæta stöðu kvenna og barna mun skila sér
í réttlátara og betra þjóðfélagi fyrir alla.
íslenskt þjóðfélag er á krossgötum hvort sem litið er til launa- og atvinnumála,
siðferðis í stjórnmálum, nýtingar náttúruauðlinda eða tengslanna við umheiminn.
Kvennalistinn vill að konur séu þar sem ráðum er ráðið og ákvarðanir teknar.
Formleg völd karla hér á landi eru enn miklu meiri en kvenna og mismunun kynj-
anna er mun meiri á íslandi en á hinum Norðurlöndunum bæði hvað varðar tekjur
og völd. Þrátt fyrir mikla fjölgun kvenna í stjórnmálum, með tilkomu sérframboða
kvenna á níunda áratugnum, eru konur enn aðeins fjórðungur þingmanna og
fimmtungur sveitarstjórnarmanna. Konur á hinum Norðurlöndunum nálgast það
að vera helmingur fulltrúa á þjóðþingum. Víða erlendis er viðurkennt að sérstakt
tillit þurfi að taka til kvenna og aðstæðna þeirra við stefnumörkun í samfélaginu,
m.a. með því að hafa sérstök ráðuneyti kvenna- og fjölskyldumála. Slík mál eru
hornreka í íslensku stjórnkerfi.
Mannkynið stendur frammi fyrir miklum vanda. Umhverfisspjöll, mengun,
stríðsátök, atvinnuleysi og ójöfnuður ógna öllu lífi jarðar. Kvennalistinn vill bregð-
ast við þessum vanda með virkri þátttöku íslands í alþjóðastarfi og með því að
vinna markvisst að þjóðfélagi sem er í sátt við aðrar þjóðir, byggir á jafnvægi
manns og náttúru og réttlátri tekju- og eignaskiptingu. Til þess að svo megi verða
þarf róttækar aðgerðir og breytt hugarfar.
Kvennabaráttan á þessari öld hefur skilað konum drjúgum ávinningi á mörgum
sviðum. Fyrst og fremst hefur hún styrkt sjálfsvitund þeirra og samkennd, en
einnig og ekki síður eflt sjálfstæði þeirra og frumkvæði bæði til stjórnunar og
skapandi starfa. Þegar horft er til nýrrar aldar er mikilvægt að konur nýti jákvæðan
sköpunarkraft sinn í þágu stjórnmála og samfélagsins í heild. Konur í öllum sín-
um margbreytileika hafa nýjar hugmyndir, nýja sýn og nýjar aðferðir fram að færa.
Enn er verk að vinna í íslenskri kvennabaráttu. Við verðum að breyta heiminum
sjálfar, það gerir það enginn fyrir okkur. Til að árangur náist þarf öfluga samstöðu
kvenna. Hugarfarsbyltingar er þörf.
Að þessu vill Kvennalistinn vinna.
Umhverfismál
Maðurinn er órjúfanlegur hluti náttúrunnar. Um aldir hafa menn þó afneitað
þeirri staðreynd en reynt að upphefja sjálfa sig á kostnað jarðar, reynt að sigrast
á náttúrunni og undiroka hana. Ríkjandi viðhorf tækniþjóðfélagsins fela ekki í sér
viðurkenningu þess hvað menn eru háðir náttúrunni og þeim sem lengsta reynslu
hafa í að breyta náttúrugæðum í fæðu og skjól og aðrar lífsnauðsynjar.
2
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Blaðsíða 49
(52) Blaðsíða 50
(53) Blaðsíða 51
(54) Blaðsíða 52
(55) Blaðsíða 53
(56) Blaðsíða 54
(57) Blaðsíða 55
(58) Blaðsíða 56
(59) Blaðsíða 57
(60) Blaðsíða 58
(61) Blaðsíða 59
(62) Blaðsíða 60
(63) Blaðsíða 61
(64) Blaðsíða 62
(65) Blaðsíða 63
(66) Blaðsíða 64
(67) Kápa
(68) Kápa
(69) Kvarði
(70) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Blaðsíða 49
(52) Blaðsíða 50
(53) Blaðsíða 51
(54) Blaðsíða 52
(55) Blaðsíða 53
(56) Blaðsíða 54
(57) Blaðsíða 55
(58) Blaðsíða 56
(59) Blaðsíða 57
(60) Blaðsíða 58
(61) Blaðsíða 59
(62) Blaðsíða 60
(63) Blaðsíða 61
(64) Blaðsíða 62
(65) Blaðsíða 63
(66) Blaðsíða 64
(67) Kápa
(68) Kápa
(69) Kvarði
(70) Litaspjald