loading/hleð
(48) Blaðsíða 46 (48) Blaðsíða 46
stokkun á ríkisbúskapnum m.a. með sameiningu ráðuneyta, með því að endur- skoða tryggingakerfið frá grunni í því skyni að einfalda það, breyta áherslum í heilbrigðismálum, leita allra leiða til atvinnusköpunar, auka framleiðni m.a. með menntun vinnuaflsins og því að styðja tilraunir og rannsóknir á öllum sviðum. Það er hlutverk ríkis, sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila að efla atvinnulífið með því að skapa viðunandi og réttlátar aðstæður sem ekki mismuna atvinnugreinum, marka atvinnustefnu og að skipuleggja þá menntun sem leggur grunn að góðu efnahagslífi í sátt við náttúru landsins. Til að tryggja aukna framleiðni og betri stöðu atvinnufyrirtækja verða stjórn- endur fyrirtækja og stofnana að læra af þrengingum undanfarinna ára. Þeir verða að tileinka sér hagkvæmni og langtíma sjónarmið. Langtíma sjónarmið verða að taka tillit til þess hvaða áhrif rekstur fyrirtækisins hefur á nýtingu auðlinda og mengun umhverfisins. Mikilvægt er að skapa jafnvægi í efnahagskerfinu og um- hverfinu, byggja upp fyrir framtíðina og spara til mögru áranna. Uppbygging fyrir framtíðina þarf að vera margþætt. Til dæmis þarf að efla undirstöðu-og verk- menntun og styðja vöruþróun fyrirtækja, þá sérstaklega með tilliti til stækkandi markaðar umhverfisvænna vörutegunda og vandaðri markaðssetningu íslenskrar framleiðslu bæði innanlands sem erlendis. Sparnaður heimilanna hefur dregist saman og er nú orðinn nánast enginn. Skuldir heimilanna hafa aukist stórkostlega en fyrirtæki hafa hins vegar verið að greiða niður skuldir sínar og bæta þannig stöðu sína. Innlend fjármögnun dregur úr skuldasöfnun erlendis og þjóðin nýtur vaxtanna. Þannig verða það þeir sem spara og leggja fyrir sem skapa grundvöll að innlendri uppbyggingu. Til þess að tryggja aukinn sparnað er mikilvægt að vextir séu jákvæðir en þeir þurfa líka að vera hóflegir til að þeir íþyngi ekki einstaklingum og fyrirtækjum um of. Jafnframt þarf að huga að samsetningu og tilvist lánskjaravísitölunnar en hún er eitt af því sem hindrar eðlilegar kjarabætur. Konur hafa hingað til haft mjög takmörkuð áhrif á hagstjórn þar sem pólitísk og efnahagsleg völd eru að mestu í höndum karla. Stór hluti allrar framleiðslu hvílir á herðum kvenna hvort heldur sem um er að ræða vöruframleiðslu á vinnu- markaðnum eða nytjaframleiðslu á heimilunum sem hvergi er sýnileg í hagtölum. Það er löngu orðið tímabært að konur fái völd í samræmi við mikilvægi sitt í hag- kerfinu. Kvennalistinn vill: 9 að sjálfbær þróun sé höfð að leiðarljósi við stefnumótun í efnahags- málum, 9 koma kvennapólitískum sjónarmiðum til áhrifa í efnahagslífinu, 9 að við val á efnahagsaðgerðum sé ávallt lagt mat á afleiðingar þeirra fyrir heimilin í landinu, 46
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Blaðsíða 49
(52) Blaðsíða 50
(53) Blaðsíða 51
(54) Blaðsíða 52
(55) Blaðsíða 53
(56) Blaðsíða 54
(57) Blaðsíða 55
(58) Blaðsíða 56
(59) Blaðsíða 57
(60) Blaðsíða 58
(61) Blaðsíða 59
(62) Blaðsíða 60
(63) Blaðsíða 61
(64) Blaðsíða 62
(65) Blaðsíða 63
(66) Blaðsíða 64
(67) Kápa
(68) Kápa
(69) Kvarði
(70) Litaspjald


Framtíðarsýn

Ár
1995
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
68


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Framtíðarsýn
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e

Tengja á þessa síðu: (48) Blaðsíða 46
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e/0/48

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.