loading/hleð
(53) Blaðsíða 51 (53) Blaðsíða 51
húsnæði hefur aukist á almennum markaði en það má m.a. rekja til samdráttar í samfélaginu. Brýnt er að bæta stöðu leigjenda til muna og t.d. þarf að greiða húsa- leigubætur gegnum skattakerfið eins og aðrar bætur vegna húsnæðismála. Kvennalistinn hefur frá upphafi haft þá stefnu að allir ættu að eiga þess kost að velja á milli þess að búa í eignar- eða leiguíbúð. Kvennalistinn hefur jafnframt lagt áherslu á að hlutverk ríkisvaldsins í húsnæðismálum felist fyrst og fremst í því að aðstoða þá sem verst standa að vígi og að stuðla að nægu framboði á félagslegu húsnæði, ýmist á vegum sveitarfélaga eða félagasamtaka eins og t.d. Búseta. Við samþykkt húsbréfakerfisins lagði Kvennalistinn áherslu á að beitt yrði vaxtabót- um til að koma til móts við fólk með meðaltekjur en það hefur að verulegu leyti brugðist þar sem launa- og eignaviðmiðun er alltof lág. Kvennalistinn lagði einnig áherslu á að framboð yrði aukið á félagslegu húsnæði vegna þeirra sem augljós- lega gætu ekki ráðið við kaup með húsbréfum. Þrátt fyrir aukna valmöguleika og verulegar breytingar á lögum um húsnæðis- mál eru húsnæðismálin enn einu sinni komin í hnút, einkum vegna þess hve skuldir heimilanna eru orðnar miklar. Ástæðan er samdráttur undanfarinna ára, minni vinna og aukið atvinnuleysi en þó einkum og sér í lagi alltof lág laun alltof margra. Vanskil aukast jafnt og þétt bæði í húsbréfakerfinu og félagslega hús- næðiskerfinu og er augljóst að grípa verður til aðgerða eigi ekki að verða hrun á húsnæðismarkaðnum. Lengja þarf lánstímann í húsbréfakerfinu í 35-40 ár, koma á ráðgjöf fyrir húsnæðiskaupendur, bjóða greiðsluaðlögun og skoða löggjöf um húsbréfakerfið og félagslega kerfið út frá sjónarhóli þeirra sem hafa orðið fyrir tekju- og atvinnumissi. Þá þarf að endurskoða hlutverk Húsnæðisstofnunar ríkis- ins með það að leiðarljósi að koma húsbréfakerfinu út í bankakerfið, sameina byggingarsjóðina og að breyta rekstrinum þannig að stofnunin sinni fyrst og fremst ráðgjöf og lánastarfsemi vegna félagslegs húsnæðis. Kvennalistinn vill: 9 að fólk eigi þess kost að velja á milli þess að búa í eignar- eða leigu- húsnæði, 9 aðgerðir til að bæta stöðu heimila sem eru í vanskilum vegna hús- næðiskaupa eða leigu s.s. með ráðgjöf, greiðsluaðlögun og lengingu láns- tíma í húsbréfakerfinu, 9 að leiguíbúðum verði fjölgað um land allt, 9 endurskoða húsnæðismálin í heild í ljósi breytinga undanfarinna ára, skilgreina hlutverk ríkisins upp á nýtt og meta húsnæðisþörf næstu ára, 9 að skipuð verði nefnd með aðild sveitarfélaga,' ríkis og verkalýðsfélaga til að finna lausn þess vanda sem skapast hefur í félagslega kerfinu víða um land, 51
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Blaðsíða 49
(52) Blaðsíða 50
(53) Blaðsíða 51
(54) Blaðsíða 52
(55) Blaðsíða 53
(56) Blaðsíða 54
(57) Blaðsíða 55
(58) Blaðsíða 56
(59) Blaðsíða 57
(60) Blaðsíða 58
(61) Blaðsíða 59
(62) Blaðsíða 60
(63) Blaðsíða 61
(64) Blaðsíða 62
(65) Blaðsíða 63
(66) Blaðsíða 64
(67) Kápa
(68) Kápa
(69) Kvarði
(70) Litaspjald


Framtíðarsýn

Ár
1995
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
68


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Framtíðarsýn
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e

Tengja á þessa síðu: (53) Blaðsíða 51
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e/0/53

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.