loading/hleð
(57) Blaðsíða 55 (57) Blaðsíða 55
Stjórnkerfið Lýðræði er það stjórnarform sem við íslendingar höfum kosið að búa við. Þar á æðsta valdið að vera hjá þjóðinni og allur almenningur á að geta valið um þá kosti sem uppi eru um skipan og þróun þjóðfélagsins. Lýðræðið á erfitt uppdráttar á ís- landi á mörgum sviðum. Sjónarmiða kvenna gætir þar alitof lítið. Það sést best á þeim vinnubrögðum og þeirri forgangsröðun verkefna sem hér tíðkast, enda konur fáar þar sem ráðum er ráðið. Innviðir þess kerfis sem við búum við bera öll ein- kenni karlveldis. Kvenfrelsisafl hlýtur að setja spurningamerki við slíkt kerfi. íslenska stjórnkerfið er greint í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Markmiðið með þessari þrískiptingu er að treysta lýðræðið, sjá til þess að ákveðnir hópar nái ekki forréttindaaðstöðu og tryggja að hér sé réttarríki, byggt á virðingu fyrir lögum. Á íslandi hefur til iangs tíma ekki verið nægileg aðgreining milli lög- gjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds og mörg dæmi eru þess að menn sitji beggja vegna borðsins. Það er íhugunarefni að í réttarkerfinu voru ekki skýr skil þarna á milli fyrr en dómur í slíku máli féll hjá Mannréttindadómstóli Evrópu. Þrátt fyrir nýlegar úrbætur í réttarkerfinu lifa þó enn hin gömlu sjónarmið þar sem valdsviðunum er blandað saman. Þeir, sem með framkvæmdavaldið fara, hafa atkvæðisrétt á þingi, og þeir, sem með löggjafarvaldið fara og eftirlit eiga að hafa með framkvæmdavaldinu, eru oft á kafi í úthlutun fjármagns og í stjórnum fjármálastofnana sem þingið á að hafa eftirlit með. Völd ráðherra og ráðuneyta eru of mikil og virðast fara vaxandi á kostnað hinna kjörnu fulltrúa almennings. Þannig hefur Alþingi heimilað ráðherrum að setja reglugerðir um efni sem í raun réttri ætti að kveða á um í lögum og ríkisstjórnir taka sér löggjafarvald í formi bráðabirgðalaga þótt ekkert sé því til fyrirstöðu að kalla Alþingi til starfa með stuttum fyrirvara. Hvort tveggja vegur að rótum þess lýðræðiskerfis sem við viljum stefna að. Áhrif almennings á ákvarðanir stjórnvalda eru afar takmörkuð. Hér eru mál er varða framtíðarheill þjóðarinnar ekki borin undir atkvæði, stjórnmálaflokkar ganga þvert á gefin kosningaloforð og fögur fyrirheit en kjósendur fá aðeins að fella dóm á fjögurra ára fresti. Þess eru mörg dæmi að pólitískir hagsmunir séu settir ofar almannahag. Þannig hafa pólitískar skoðanir löngum verið teknar fram yfir reynslu og menntun við stöðuveitingar, samfélaginu öllu til ómælds tjóns. Kvennalistinn gerir þá sjálfsögðu kröfu að siðferðisbrestir einstakra ráðamanna valdi samfélaginu ekki tjóni og almenningur hefur tekið undir það sjónarmið. Stjórnkerfið er of viðamikið fyrir svo fámenna þjóð sem íslendingar eru. Nauð- synlegt er að endurskoða það í Ijósi þróunar undanfarinna ára, nýta betur þá upp- lýsinga- og samskiptatækni sem hefur sífellt meira vægi í samfélaginu, fækka ráðuneytum, m.a. með því að sameina ráðuneyti atvinnuveganna í eitt, endur- skoða hlutverk ríkisstofnana og leggja þær niður ef þurfa þykir. Það kosninga- og flokkakerfi sem íslendingar búa við hefur marga kosti um- fram önnur sem við lýði eru. Það tryggir möguleika smærri samtaka til pólitískrar þátttöku og auðveldar konum leið þangað sem ákvarðanir eru teknar. Því viljum við standa vörð um hlutfallskosningakerfið en jafna þarf vægi atkvæða milli 55
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Blaðsíða 49
(52) Blaðsíða 50
(53) Blaðsíða 51
(54) Blaðsíða 52
(55) Blaðsíða 53
(56) Blaðsíða 54
(57) Blaðsíða 55
(58) Blaðsíða 56
(59) Blaðsíða 57
(60) Blaðsíða 58
(61) Blaðsíða 59
(62) Blaðsíða 60
(63) Blaðsíða 61
(64) Blaðsíða 62
(65) Blaðsíða 63
(66) Blaðsíða 64
(67) Kápa
(68) Kápa
(69) Kvarði
(70) Litaspjald


Framtíðarsýn

Ár
1995
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
68


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Framtíðarsýn
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e

Tengja á þessa síðu: (57) Blaðsíða 55
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e/0/57

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.