loading/hleð
(61) Blaðsíða 59 (61) Blaðsíða 59
aðstæður þannig að tryggð verði sú þjónusta sem allir íbúar landsins eiga rétt á, $ að landið verði eitt gjaldsvæði Pósts og síma, $ jafna raforkuverð og húshitunarkostnað um allt land, $ að komið verði á fót kvennadeild við Byggðastofnun, $ jafna aðgang fólks að störfum á vegum ríkisins, m.a. með fjarvinnu- stofum, $ efla listir og menningu um allt land og auðvelda öllum íbúum landsins að njóta þeirra hvar sem er á landinu, $ jafnrétti til náms með markvissri uppbyggingu grunn- og framhalds- menntunar um land allt. Friðar- og utanríkismál Heimssögulegir atburðir, svo sem fall Berlínarmúrsins og hrun Sovétkerfisins, hafa á undanförnum árum skapað nýjar aðstæður í öryggismálum heimsins. Tvö stórveldi, byggð á andstæðum hugmyndakerfum, standa ekki lengur grá fyrir járn- um hvort andspænis öðru og merkir áfangar hafa náðst í friðarsamningum svo sem fyrir botni Miðjarðarhafs og á Norður-írlandi. Kvennalistinn telur að við þess- ar aðstæður beri þjóðríkjum, ríkjabandalögum og alþjóðastofnunum að líta á öryggismál í nýju ljósi. Það, sem öðru fremur ógnar nú jarðarbúum, eru hættur sem steðja að umhverfi okkar svo sem útbreiðsla kjarnavopna, ótrygg kjarnorku- ver, geislavirkur úrgangur, gróðurhúsaáhrif, eyðing regnskóga, auðlindaþurrð og mengun. í því efni á íslenska þjóðin mikilla hagsmuna að gæta því að framtíð byggðar í landinu stendur og fellur með lífríki hafsins. Kjarnorkuslys við strendur íslands eða í Norðurhöfum hefði ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir lífsafkomu þjóð- arinnar. Því er það hlutverk okkar að vinna að friðlýsingu hafsins jafnt sem lands og lofts. Ný skilgreining í öryggismálum, sem byggist á varðveislu umhverfis fremur en hernaðarstyrk, kallar á aðrar og heildrænni aðferðir til að tryggja sameiginlegt öryggi okkar. Hún felur einnig í sér endurmat á því hvar ísland skipar sér í flokk á alþjóðlegum vettvangi. Þannig eiga íslendingar að auka enn frekar samvinnu sína við þær þjóðir og stofnanir sem helst hafa beitt sér fyrir umhverfisvernd. í því sambandi leggur Kvennalistinn áherslu á mikilvægi norrænnar samvinnu, Sam- einuðu þjóðanna, Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu og ýmissa svæðisbundinna samtaka en hafnar sem fyrr hernaðarbandalögum s.s. NATÓ og Vestur-Evrópusambandinu (WEU). 59
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Blaðsíða 49
(52) Blaðsíða 50
(53) Blaðsíða 51
(54) Blaðsíða 52
(55) Blaðsíða 53
(56) Blaðsíða 54
(57) Blaðsíða 55
(58) Blaðsíða 56
(59) Blaðsíða 57
(60) Blaðsíða 58
(61) Blaðsíða 59
(62) Blaðsíða 60
(63) Blaðsíða 61
(64) Blaðsíða 62
(65) Blaðsíða 63
(66) Blaðsíða 64
(67) Kápa
(68) Kápa
(69) Kvarði
(70) Litaspjald


Framtíðarsýn

Ár
1995
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
68


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Framtíðarsýn
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e

Tengja á þessa síðu: (61) Blaðsíða 59
http://baekur.is/bok/6b3ac37a-b4b3-4d9c-a9ab-a1b755adba2e/0/61

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.