loading/hleð
(16) Blaðsíða 4 (16) Blaðsíða 4
4 Guðspjallið Lúk. 2. 21. Vorir tímar standa í guðs hendi. Hver dagur, ef ekki þessi dagur, ástkæru tilheyrendur! ætti að minna oss á þessi eptirtektaverðu orð? Nýtt ár er komið, sem minnir oss á, að hið gamla, sem út er runnið , hafi bætzt við vora áratölu; hafl aukið þau árin um eitt, sem vjer teljum oss á baki frá fæðingu vorri. þessi árin getum vjer talið, en hin ekki, sem eru fyrir framan oss, sem eru á milli vor og dauðans; en það eitt vitum vjer samt, að því fleiri sem liðin eru, því færri eigum vjer eptir. Mjög er að sönnu mannleg æfi mislöng, en þó kemur eitt sinn fyrir öllum að hinu fyrirsetta tak- marki, því dauðinn er syndarinnar verðlaun, en allir hafa syndguð. þetta vitum vjer allir. Ský dauðans vofir eins yfir hinum elzta og- hinum yngsta, og enginn er svo vitur meðal mannanna sona, að hann viti yfir hvern það muni fyrst detta. Á þessi lærdómsríku sannindi hljóta hver áraskipti að minna oss; þau sannindi, sem annars ættu aldrei að líða oss úr minni: að æfin styttist því meir sem röð áranna lengist, að vjer stöndum fyrir dauðans dyrum þegar minnst varir. Vjer munum ávallt eptir nokkr- um framliðnum á hverjum nýársdegi, sem á hinum næst undanfarna nýársdegi voru í fullu fjöri eins og vjer. Sumir af þeim voru bræður vorir, systur’ heimilismenn eða nágrannar, kennimenn vorir og jafnvel konungar. þetta getur nú komið fram við


Vorir tímar standa í guðs hendi

Ár
1856
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Vorir tímar standa í guðs hendi
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310

Tengja á þessa síðu: (16) Blaðsíða 4
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310/0/16

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.