loading/hleð
(17) Blaðsíða 5 (17) Blaðsíða 5
mig, má hver einn hugsa afþessum söfnuði: „Hver veit hvað fjærri er æfl endi?” Hver veit nema jeg sjái þessa nýárssól síðasta með jarðneskum augum? Hver veit nema jeg fari þenna nýársdag í síðasta sinni til kirkju minnar? En eins og þetta getur komið yður í hug, sem tilheyrendum, eins getur það komið mjer í liug, sem kennimanni: Jeg get hugsað, og mjer flnnst allt láta að því, að þetta verði seinasti nýársdagurinn, sem jeg prjedika guðs- orð í því húsi, sem af manna höndum er uppbyggt. jþað er ekki langt síðan einn af kennimönnunum í þessu byggðarlagi var lagður í gröfina; hann lifði þó, og messaði, að niig minnir, í sínu guðshúsi, þenna hátíðisdag í fyrra. Til er ræða, sem merkur kennimaður flutti á nýársdag, lieill og hraustur, en þremur dögum síðar dó hann sviplegum dauða. Hún er yflr þenna texta: 4lvorir tímar standa í guðs hendi”. þetta eptirlektaverða atvik flaug mjer í hug, þegar jeg var að skygnast eptir því með sjálfum mjer, hvað jeg ætti að velja mjer fyrir umtalsefni í helgidóminum, á þessum blessaða degi; því þó það, sem fram við mig kemur, sje mjer hulið, eins og það var áður áminnstum kennimanni, þá er það samtvíst, að þessi orðin: vorir tírnar standa í guðs hendi, eru hjartnæm orð, eru dýrmæt ofð, eru þýð- ingarmikil orð, fyrir oss alla. Jeg veit ekki hvernig sá lagði þau út, er hjelt yflr þau hina síðustu ræðu sína í húsi drottins, því jeg lief aldrei sjeð ræðu hans, en jeg treysti mjer til, að láta hjarta mitt út-


Vorir tímar standa í guðs hendi

Ár
1856
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Vorir tímar standa í guðs hendi
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310

Tengja á þessa síðu: (17) Blaðsíða 5
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310/0/17

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.