loading/hleð
(19) Blaðsíða 7 (19) Blaðsíða 7
stund? |>etta kennir nú skynsemin oss, en guðs- orð sker úr málunum, og slítur alla þrætu. Öll yðar höfuðhár eru líka talin, segir frelsarinn. Betur gat ekki sannleikans munnur sýnt, hvað ná- kvæm guðleg afskipti væru af mannanna högum, en að segja, að hann teldi jafnvel hárin á höfðum vorum. þannig standa þá vorir tímar í guðs hendi, því hann er, eins og ritningin segir, lífsins og dauðans herra. Hann bæði getur tekið lííið af oss, hvenær sem hann vill, og gjörir það líka, þegar honum þóknast. Hann afmælir hverjum sinn tíma: ungbarninu, fullorðna manninum og hinum aldur- hnigna. þær orsakir, sem draga sjerhvern þessara til dauða, koma frá drottni; þær eru englar hans, sem framkvæma hans boð, þær eru þjónar hans, sem gjöra hans vilja. J>að er víst, að guð gat látið hin ómálgu börn, sem deyja, verða 100 ára gömul og eins gat hann látið gammalmennið deyja á barns aldri, hefði honum það þóknast, en það, sem fram er komið, var eptir hans vilja. Yorir ftmar standa í guðs liendi. Hver eru fagnaðartíðíndin fegri, hver eru huggunarorðin meiri! Gætum að, dýrkeyptu tilh.! vorir tímar standa í guðs hendi; ekki standa þeir í mannanna hendi, ekki standa þeir í vorri eigin hendi. Ef vorir tímar stæðu í manna höndum, en ekki guðs hendi, mætti segja, að vjer ættum vesælan griðastað, og aumk- unarlegt athvarf. Ef að skammsýnir menn, eins og vjer, eða þá óvinir vorir og hinir illgjörnu, hefðu


Vorir tímar standa í guðs hendi

Ár
1856
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Vorir tímar standa í guðs hendi
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310

Tengja á þessa síðu: (19) Blaðsíða 7
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310/0/19

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.