loading/hleð
(20) Blaðsíða 8 (20) Blaðsíða 8
8 þessi ráð í hendi sinni: það væri oss ekki til huggunar, eða fagnaðar, heldur til ógnar og skelf- ingar. Engu værum vjer heldur bættari fyrir það, þó vorir tímar stæðu í sjálfra vor hendi, þótt vjer ættum ráð á að lifa eður deyja eptir vild vorri. j>ví hvað vitum vjer, hvað lengi oss er hentugt að lifa, eða hvenær fyrir beztu að deyja. — En guði sjeu eilífar þakkir! vorir tímar standa ekki í skep- nunnar hendi; þeir standa í skaparans liendi; þeir standa í guðs liendi; þeir standa í hins eilífa, almáttuga, alvísa, ástríka guðs hendi; í hendi vors himneska föðurs, sem elskar oss svo heitt, að eng- inn jarðneskur faðir getur liaft jafn heita ást á börnum sínum. Vjer þurfum því ekki að vera hræddir um, að guð taki af oss líflð af heipt eða hatri, eins og vjer mættum óttast af mönnum, ef tímar vorir stæðu í þeirra hendi. Guð er upphaf- inn yfir allan mannlegan breiskleika, allan ófullkom- legleika, því liann er ljós og í honum er ekkert myrkur, segir ritningin. Af kærleika kaílar drottinn oss úr lieimi þessum, þegar vjer lfilim hjeðan. Af alvizku siuni sjer hann oss þá betra að deyja en lifa; af elsku sinni útvelur hann oss það hlut- skiptið, sem hentast er. Vorir tímar standa í gúðs hendi. þessi dýrmæta vissa, sem vjer höfum nú sjeð að ekki verður hrakin, veldur því, að dauði mannanna getur aldrei orðið efni til rjettvísrar umkvörtunar, eður óánægju. Hvað sem oss sýnist, þá er, það #


Vorir tímar standa í guðs hendi

Ár
1856
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Vorir tímar standa í guðs hendi
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310

Tengja á þessa síðu: (20) Blaðsíða 8
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310/0/20

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.