loading/hleð
(31) Blaðsíða 19 (31) Blaðsíða 19
I 19 Aptur á hinn bóginn þykir oss væiina um þær heill- ir, sem falla oss í skaut, þegar vjer meðtökum þær með því trausti, að guð hafi sent oss þær á hinum hentugasta tíma, því þá gleðjum vjer oss af þeirri von, að þær verði oss farsælar og affaragóðar. Vjer þurfum ekki að sanna þessi guðlegu afskipti af kjörum vor mannanna, að tímar vorir standi í hans hendi frá upphafi til enda. Heilög ritning sýnir yður það svo berlega á mörgum stöðum: Jóseps, Daviðs, Jobs og sjálfs Jesú æfisögur eru svo skírttalandi raddir í guðs orði, að vjer ekki framar þurfum vitnanna við, til að sannfærast um, hversu vel og vísdómslega guð velur mannanna kjörum stund og stað, bæði hinum blíðu og stríðu. Annars þurfum vjer ekki lengra að fara, til að kannast við það, að vorir tímar standi í guðs hendi, en að sanna það af sjálfra vor kjörum. ' Lesum það af lífssögu vorri, sem tíminn hefur, til þessarar stund- ar, leyft oss að skrifa í bók vorra hjartna. Vjer munum þá fmna, að sjerhver atburður í lífl voru, hefur komið fram við oss á hinum hentugasta og bezta tíma. Guð hafði ásett að gjöra Davíð að konungi, en ekki setti liann kórónuna á liöfuð hon- um fyrri en hann gat borið hana með lieiðri og var orðinn konungstigninni vaxinn. Við þessa ráðstöfun , drottins könnumst vjer líka á sjálfum oss; hann geymir oss hið góða hlutskiptið, þangað til vjer kunnum með það að fara og hagnýta ’ það með skynsemi og forsjálni. Stundum frestar guð, að


Vorir tímar standa í guðs hendi

Ár
1856
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Vorir tímar standa í guðs hendi
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310

Tengja á þessa síðu: (31) Blaðsíða 19
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310/0/31

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.