loading/hleð
(32) Blaðsíða 20 (32) Blaðsíða 20
20 gefa oss það, sem vjer girnumst, þangað til sá frestur verður orsök til þess, að vjer hverfum frá því, en fáum aptur annað sem oss er betra. Svo auðsjáanlega standa vorir tímar í guðs hendi; svo auðsjáanlega lætur guð sjer annt um, að stjórna kjörum vorum og kringumstæðum. Umbreyting- arnar eru einkenni mannlegrar .tilveru. J>ær koma fram við oss og fara með oss, eins og annan leik- linött, þær róta svo og raska vorum kjörum, að ekkert stendur, eins og menn segja, á steini. En hvort heldur sem þessar breytingar eru oss geð- feldar eða ógeðfeldar, þá flnnur hver kristinn maður, að þær eru verk drottins, eru handleiðsla vors góða guðs, sem hefur öll vor kjör í sinni hendi og velur oss stað og stundir. |>að, sem vjer getum sjeð og skilið, er til vitnisburðar um hitt, sem vjer ekki skiljum, að það eru allt guðiegar ráðstafanir, en engin blind tilviijun/. Drottinn lykur upp fyrir oss nýjum dyrum og ópnar oss nýjan veg, þegar hinn erviðari er búinn að þreyta fætur vora; þessar dyr og þenna veg, hefðum vjer, ef til vill, girnst að guð hefði langt um fyrri opnað oss, en á eptir sjáum vjer og játum að guð líknaði oss í hæfilegan tíma, að allir hans vegir eru einbermiskun og trúfesti. Vorir tímar standa í guðs hendi> Undir þessum verndarskildibyrjum vjer þá árið, sem gengur inn í dag, eins og hvert árið, sem vjer byrjað höfum, sem vjer lifað höfum. Ávallt hefur hin ókomna tíð, nokkuð ískyggilegt útlit. Allir geta menn eitt-


Vorir tímar standa í guðs hendi

Ár
1856
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Vorir tímar standa í guðs hendi
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310

Tengja á þessa síðu: (32) Blaðsíða 20
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310/0/32

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.