loading/hleð
(33) Blaðsíða 21 (33) Blaðsíða 21
21 hvað óttast, þegar enginn veit sin forlög óðar en líður. Hinn ríki getur búist við fjártjóni; hinn heilbrigði við sjúkdómi; hinn heiðraði við ósæmð; því méðlæti og mótlæti skiptast um í lífinu, eins og veðrið í loptinu. En hvort sem menn hafa meiri eða minni orsakir til að kvíða þeim tíma, sem í hönd fer, þá hljóta þær að hverfa úr hjartanu, eins og flsið fyrir vindinum, þegar vjer lmgsum til þeirra dýrmætu orða, að vorir tímar standa í guðs hendi; hans, sem er hinn ástríkasti faðir, sem er hinn almáttugi guð, fullur af alvizku, svo að hann veit allt hvað gjörist á himni og á jörðu. Hverju er þá að kvíða, nema engu, hvort heldur fyrir oss liggur líf eða dauði? Hvað er þá að óttast nema ekkert? Hvað er þá að gjöra, nema ganga fram eins og hugprúð lietja, í krapti drottins og segja: Hafi jeg þig drottinn, þá hirði jeg hvorki um himin nje jörð. Eða hvað höfum vjer heyrt, á þessum blessaða degi, svo vjer ekki skulum vera vantrúaðir heldur trúaðir? Guðspjallið, sem vjer heyrðum, var ekki langt, en það nær þó yfir kjarnann úr hinu himneska fagnaðareriudi: uþegar átta dagar — seg'ir guðspjallamaðurinn — voru liðnir, og barn- ið skyldi umskerast, var hans nafn kallað / Jesús, hvað eð kallað var af englinum áður enhannvar getinn í móðurkviði.” — Drottinn minn og guð minn! sagði Tómas postuli, þegar hann ekki gat rekið sjálfan sig úr vitni um, að það stórmerki væri satt, sem hann þangað til ekki gat


Vorir tímar standa í guðs hendi

Ár
1856
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Vorir tímar standa í guðs hendi
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310

Tengja á þessa síðu: (33) Blaðsíða 21
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310/0/33

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.