loading/hleð
(34) Blaðsíða 22 (34) Blaðsíða 22
22 trúað ; sama breyting hlýtur að sýna sig hjá hverjum einum — þótt hann áður hafi verið trúarveikur og ekki getað fullkomlega útrýmt allri efasemi, öllum kvíða, fyrir hinu ókomna — þegar hann horfir á þann með staðföstum augum, sem birtist heiminum á þessum dögum; þegar honum er boðað hið dýr- mæta nafnið Jesú og hefur hevrt himneskar lier- sveitir lýsa því, að frelsarinn væri fæddur. þó að guð hefði langt um minna opinberað oss af kærleika sínum og umhvggiu fyrir vorri velferð, þá væri það nóg til þess, að taka í burtu allar sjón- hverfingar frá vorum augum, sem hræða oss og biekkja; það væri nóg til þess, að láta oss aldrei ganga í myrkri heldur í ljósi, láta oss aldrei veikj- ast í þeirri trú, að guð sje vor ástríkur faðir, vinur og verndari, í sorg og gleði, meðlæti og mótlæti, lífi og dauða. En hvað skúlum vjer þá segja, þegar guði hefur þóknazt að opinbera oss sinn kærleika með svo miklu stórmerki, að það yfirgengur langt alla mannlega hugsan. Guðs sonur er maður orðinn til að -leysa mannkynið frá glötun; hann er í dauð- ann genginn til þess að 'syndarinn megi eilíflega lifa; haun hefur dauðann deytt og herleiðinguna að lierfangi tekið! J e s ú s er athvarf; í hans nafni biðjum vjer; fyrir hann og með trúnni á hann höfum vjer djörfung og aðgang til guðs, sem ástríkasta föður, og hann hefur lofað að bænheyra oss. Jesús kom í heiminn til að burttaka þær hræðilegu skelfingar, sem ógna mannlegu hjarta:


Vorir tímar standa í guðs hendi

Ár
1856
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Vorir tímar standa í guðs hendi
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310

Tengja á þessa síðu: (34) Blaðsíða 22
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310/0/34

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.