loading/hleð
(35) Blaðsíða 23 (35) Blaðsíða 23
23 Ótta fyrir synd og dauða. Vjer, sem á hann trúum hræðumst ekki þessa óvini, því vjer vitum, að liann hefur afrekað oss syndanna fyrirgefning og eilífa sálu- hjálp. Veri þá árið, sem kemur, velkomið oss i Jesú nafni. Vjer tökum móti því, með hjartanlegum fögnuði og þýðasta þakklæti; því Jesús er oss borg- unarmaður fyrir, að það er engin hefndargjöf, heldur einskær náðargjöf frá aldanna stjórnara. Hið þýð- ingar mikla nafn, sem hjálpari mannanna skyldi bera, eptir ráðstöfun hins liimneska föður, sendir oss dýrmæta luiggun á ársins fyrsta degi. Frels- arinn er oss fæddur. Sá, sem gaf oss frelsarann, gefur oss árið; en hann, sem gaf frelsarann, getur ekki gefið nema góða gjöf. þessvegna hlýtur árið að verða oss góð gjöf. Vjer höfum líka fullkomna vissu fyrir því, að það verður oss góð gjöf, blessuð gjöf, frá guði vorum, eins og öll hin árin, sem vjer lifað höfum. Vjer eigum þess víst að vænta, að gjafarinn allra góðra hluta muni veita oss á því fleiri velgjörðir, andlegar og líkamlegar, en vjer getum tjáð þær eða talið. Vjer skulum lifa í þeirri v o n, að það verði vort iðrunar ár, vort betrunar ár, vort farsældar ár, já, þvílíkt farsældar ár, að vjer megum enda það, ef drottni þóknast að kalla oss, í eílífri farsælð. Drottinn liefur enn veitt oss það, er Davíð konungur bað að hann vildi sjer veita; hann hefur látið oss lii'a til þess vjer skyldum lofa liann og


Vorir tímar standa í guðs hendi

Ár
1856
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Vorir tímar standa í guðs hendi
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310

Tengja á þessa síðu: (35) Blaðsíða 23
http://baekur.is/bok/733cfff0-7130-469d-a877-1d47a0bff310/0/35

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.