loading/hleð
(34) Blaðsíða 4 (34) Blaðsíða 4
ófreskja í Snndkrylft. (Eftir sögn sjónarvottar, Kristj&ns Oddssonar & ísafirði). Eitt sinn sat eg hjá fje í svo nefndri Sundhvylft, sem er fram af Selárdal í Arnarfirði. Hafði eg þar byrgi og sat hjá nætur sem daga. pað var snemmendis í Ágústmánuði, eina nótt er illviðri var mikið, að eg varð var við atburð þann, er hjer greinir: Eg hafði lagst fyrir um kvöldið þegar eg hafði bælt fjeð og var fyrir skömmu sofnaður er hundur minn þaut upp með urri og gelti. Yaknaði eg við það og sveiaði hundinum í ákafa, svo að hann skyidi ekki styggja fjeð, en hann espaðist æ meir. Illskaðist eg þá og þaut út, sá eg þá eitthvert ferliki, sem var að klifrast upp hjallann, er byrgið stóð á. Var mannsmynd á þvi að framanverðu ofan að mitti, en svo var það mittis digurt, að það var fullkom- inn hálfur annar faðmur. Framlimir þess iíktust hand- leggjum, en svo stuttir að þeir náðu eigi lengra, en á móts við alnboga á manni, og voru klær í stað fingra. Eigi sá eg það jafn greinilega að aftanverðu, en mjög var það belgmyndað og voru þar fæturnir. Var það líkast því, sem það dragi belginn á eftir sjer, og var því fyrir þá sök erfitt um hreyfingar. Eigi átti ófreskja þessi meira en faðm eftir að byrginu, þegar eg kom út, og sigaði eg hundinum strax á það og Ijet jafnframt rigna yfir það grjóti, svo sem eg gat. Buldi mjög í skrokk þess er eg kastaði, og spýttist þá úr því vatnsgusa mikil. Jafnhliða mjer sótti hundurinn mjög grimmilega að því og eftir nokkra stund fór það að skríða ofan af hjaDanum aftur; fylgdi eg því eftir með hundinum á að gizka 200 faðma eða niður að ánni, sem er í Sundhvylft. Var verst að koma því út í ána og buslaði það mjög. Eg horfði á eftir því yfir ána, en sá eigi lengra tD þess sökum myrkurs,
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Kápa
(6) Kápa
(7) Blaðsíða 1
(8) Blaðsíða 2
(9) Blaðsíða 3
(10) Blaðsíða 4
(11) Blaðsíða 5
(12) Blaðsíða 6
(13) Blaðsíða 7
(14) Blaðsíða 8
(15) Blaðsíða 9
(16) Blaðsíða 10
(17) Blaðsíða 11
(18) Blaðsíða 12
(19) Blaðsíða 13
(20) Blaðsíða 14
(21) Blaðsíða 15
(22) Blaðsíða 16
(23) Blaðsíða 17
(24) Blaðsíða 18
(25) Blaðsíða 19
(26) Blaðsíða 20
(27) Blaðsíða 21
(28) Blaðsíða 22
(29) Blaðsíða 23
(30) Blaðsíða 24
(31) Blaðsíða 1
(32) Blaðsíða 2
(33) Blaðsíða 3
(34) Blaðsíða 4
(35) Blaðsíða 5
(36) Blaðsíða 6
(37) Blaðsíða 7
(38) Blaðsíða 8
(39) Kápa
(40) Kápa
(41) Saurblað
(42) Saurblað
(43) Band
(44) Band
(45) Kjölur
(46) Framsnið
(47) Kvarði
(48) Litaspjald


Vestfirzkar þjóðsögur

Ár
1909
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Vestfirzkar þjóðsögur
http://baekur.is/bok/73ec1c38-5810-4e58-b22b-dbb86af69e1c

Tengja á þessa síðu: (34) Blaðsíða 4
http://baekur.is/bok/73ec1c38-5810-4e58-b22b-dbb86af69e1c/0/34

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.