loading/hleð
(10) Blaðsíða 8 (10) Blaðsíða 8
Við viljum skilgreina hugtökin hagkvæmni og arðsemi á nýjan hátt. Við viljum að í arðsemisútreikningum verði spurt — hver verða áhrif ákvarðana á líf fólks í nútíð og framtíð og hvemig samræmist arðsemin vemdun náttúmauðlinda. Við viljum að tækni og þekking verði notuð í þágu okkar alha, að við stjómum tækninni, en hún stjómi ekki okkur. Hagkvæmnisútreikningar sem byggja á ofangreindum forsend- um, en ekki á skjótfengnum peningagróða em undirstaða annars verðmætamats — verðmætamats sem setur mannleg gildi og félagslega samábyrgð í öndvegi. GmndvaUaratriði í aUri efnahagsstefnu hlýtur að vera að tryggja atvinnu og efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Við mót- un hennar leggjum við til gmndvallar stefnu hinnar hagsýnu hús- móður, stefnu sem miðar að því að íslendingar geti í sem ríkust- um mæU Ufað á eigin framleiðslu og hagi útgjöldum í samræmi við tekjur. Við viljum efnahagsstefnu sem miðar að því að við fullvinnum sjálf útflutningsvömr okkar í sem fjölbreytilegustu formi og að við vinnslu þeirra séu það fremur gæði en magn sem ráði ferðinni. Við viljum stórefla íslenskan smáiðnað og endurvinnsluiðnað af ýmsu tagi til innanlandsnota. Með því vinnst tvennt. í fyrsta lagi getum við þá dregið úr innflutningi neysluvamings og í öðm lagi skapast aukin atvinna. Við viljum miða veiðar og fiskiskipastól landsmanna við þol fískistofna við landið, þannig að tryggt verði að við göngum ekki of nærri þessari auðUnd, okkur sjálfum og afkomendum okkar til óbætanlegs tjóns. Við viljum fullvinna hér sjávarafurðir og efla rannsóknarstarf- semi sem miðar að því að finna ný nýtanleg hráefni í sjávarútvegi og bæta nýtingu þess hráefnis sem við nú öflum. Við viljum efla gæðaeftirUt með vinnslu sjávarafurða og að það verði framkvæmt 8


Stefnuskrá [Kvennalistans].

Ár
1983
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
16


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stefnuskrá [Kvennalistans].
http://baekur.is/bok/79bc70a9-0b02-4fd6-a1f6-1884f5743f16

Tengja á þessa síðu: (10) Blaðsíða 8
http://baekur.is/bok/79bc70a9-0b02-4fd6-a1f6-1884f5743f16/0/10

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.