loading/hleð
(7) Blaðsíða 5 (7) Blaðsíða 5
fá þannig litlu ráðið um skipan samfélags síns, verða áhorfendur og þolendur, í stað þess að vera þátttakendur. í slíkum kerfum er rödd kvenna veik og hagsmunir þeirra fyrir borð bomir. Því viljum við leggja áherslu á að kannaðar verði leiðir til aukinnar valddreifingar í stjómkerfinu. Við viljum valddreifingu sem felur í sér að fjármála- og stjómunarvald færist frá miðstýrð- um ríkisstofnunum út til fólksins í landinu. Einkum leggjum við áherslu á að minnka miðstýringu og kerfisbindingu í skóla- og menningarmálum og á sviði heilbrigðis- og félagsmála. A þessum sviðum viljum við smáar og sjálfstæðar einingar, þannig að hver og einn hafi tækifæri til að hafa þar bein áhrif á gang mála. Valddreifing á þessum sviðum verður nokkuð mismikil eftir eðli mála. Til útskýringar má nefna að við viljum t.d. að stefnt sé að því að hver skóli fái fullan sjálfsákvörðunarrétt yfir þeim fjár- munum sem ætlaðir eru til rekstrar og byggingar. Stjóm skólans og stefnumótun yrði þá í vaxandi mæli í höndum foreldra, nem- enda og kennara viðkomandi skóla. Með valddreifingu af þessu tagi viljum við stuðla að frjórra og fjölbreytilegra mannlífi sem tekur tillit til þess sem hver og einn hefur fram að færa þar sem samheldni og samábyrgð sitja í fyrirrúmi. SKÓLA- OG MENNINGARMÁL, HEILBRIGÐIS- OG FÉLAGSMÁL Framkvæmd þessara mála snerta mjög daglegt líf fólks í land- inu og þó einkum og sér í lagi líf kvenna og bama. Þetta em því málaflokkar sem við munum láta okkur miklu varða. Okkur þyk- ir þeir hafa setið á hakanum undir forystu karla og á þessum sviðum þarf að taka til höndum engu síður en í atvinnu- og efna- hagsmálum. 5


Stefnuskrá [Kvennalistans].

Ár
1983
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
16


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stefnuskrá [Kvennalistans].
http://baekur.is/bok/79bc70a9-0b02-4fd6-a1f6-1884f5743f16

Tengja á þessa síðu: (7) Blaðsíða 5
http://baekur.is/bok/79bc70a9-0b02-4fd6-a1f6-1884f5743f16/0/7

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.