loading/hleð
(8) Blaðsíða 6 (8) Blaðsíða 6
Við viljum aukið fé til rekstrar skóla, þannig að tryggt verði að skóladagur bama í grunnskóla verð samfelldur, að bömum sé tryggt athvarf í skólanum og að skóladagur þeirra geti miðast við dagvinnutíma foreldra. Við viljum rammalöggjöf um framhalds- nám og fullorðinsfræðslu, sem tryggi öllum jafna aðstöðu til náms óháð búsetu. Við viljum jafnframt tryggja að hver skóli hafi sjálfsforræði við mótun skólastarfsins. Við viljum stóraukið framlag ríkisins til byggingar dagheimila. Við viljum að dagheimili verði raunverulegur valkostur fyrir böm og foreldra. Við viljum að fæðingarorlof verði a.m.k. 6 mánuðir fyrir alla og að foreldrar skipti því með sér. Lög um félagslega þjónustu er nú að finna í fjölmörgum laga- bálkum og framkvæmd þeirra er í höndum hinna ýmsu ráðu- neyta. Þetta leiðir oft til mistaka og ágreinings um hver beri ábyrgð á þjónustunni og hvemig hún skuli framkvæmd. Við vilj- um því rammalöggjöf í félagsmálum sem tryggi fólki félagslega þjónustu í samræmi við þarfir og aðstæður. Við viljum þar með leysa af hólmi ýmis konar sérlöggjöf sem tekur til hópa fólks t.d. vegna aldurs eða örorku og undirstrikar þar með sérstöðu þeirra og einangmn. Við viljum breytta stefnu í húsnæðismálum. Við viljum stór- aukna byggingu leiguhúsnæðis annað hvort á vegum hins opin- bera eða á vegum félagasamtaka. Endurskoða verður lánakjör þeirra er eignast vilja húsnæði til eigin afnota. Við viljum að fólk geti í reynd valið um það hvort það býr í leiguhúsnæði, byggir sjálft eða festir kaup á öðm húsnæði. Við viljum aukið fé til lista- og menningarmála, því að í blómstrandi menningarlífi og vakandi menningarvitund felst fjör- egg þjóðarinnar. Við viljum stuðla að nýsköpun í listum og auð- velda þátttöku fólks í hvers kyns listsköpun. Þar sem ljóst er að konur búa iðulega við þrengri kost á þessum sviðum sem öðmm viljum við leggja áherslu á að bæta aðstöðu þeirra til listsköpunar og menningarstarfsemi. 6


Stefnuskrá [Kvennalistans].

Ár
1983
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
16


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stefnuskrá [Kvennalistans].
http://baekur.is/bok/79bc70a9-0b02-4fd6-a1f6-1884f5743f16

Tengja á þessa síðu: (8) Blaðsíða 6
http://baekur.is/bok/79bc70a9-0b02-4fd6-a1f6-1884f5743f16/0/8

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.